Innlent

Byrjað að dreifa fríkortum í strætó

Nemendur fá ókeypis í strætó í vetur.
Nemendur fá ókeypis í strætó í vetur. Mynd/ Vilhelm

Byrjað var að dreifa fríkortum í strætó í gær. Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fengu fyrstu kortin afhent og mynduðust langar biðraðir eftir þeim, segir Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Sveitarfélögin á Höfuðborgasvæðinu gefa nemendum í framhalds- og háskólum fríkort í strætó skólaárið 2007-2008. Fulltrúar nemendafélaga skólanna sjá um að dreifa kortunum og vonast er til að sem flestir verði komnir með þau í hendur fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×