Innlent

Varðskipið Týr fjarlægði fiskeldiskví og kræklingateina

Varðskipið Týr fjarlægði í dag fiskeldiskví og kræklingateina sem bóndinn á Baulubrekku í Kjós hafði komið fyrir í Hvalfirði. Ofbeldisverk og brot á stjórnsýslulögum segir bóndinn sem hefur kært verknaðinn.

Jón Gíslason, bóndi á Baulubrekku setti nýlega upp kræklingateina og kví í þeim tilgangi að veiða kræklinga og koma á fót litlu þorskeldi í kvínni. Klukkan fimm á föstudaginn var fékk hann hins vegar boð um það að hann þyrfti að fjarlægja búnaðinn þar sem hann skapaði hættu fyrir skipaumferð um Hvalfjörð. Gísli sagðist skyldu setja upp baujuljós og annan viðvörunarbúnað en þegar hann hugðist setja búnaðinn upp í dag var Varðstkipið Týr mætt á staðinn til að fjarlægja búnaðinn.

Gísli segir Landhelgisgæsluna ekki hafa heimild í stjórnsýslulögum til að fjarlægja búnaðinn með þessum hætti .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×