Innlent

Uppskeruhátíð í Grasagarðinum

Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur laugardaginn kemur en þar gefst fólki kostur á að fræðast og bragða á hinum ýmsu tegundum mat- og kryddjurta. Enn fremur verða sýndar tegundir sem notaðar eru til lækninga og heilsubóta.

Nytjajurtagarðurinn er yngsta safndeild Grasagarðsins, aðeins sjö ára gamall. Ertir því sem segir í tilkynningu frá Grasagarðinum er þar að finna um 130 tegundir og yrki mat- og kryddjurta. Þar er meðal annars að finna nýjan krydd- og ilmjurtagarð sem er hannaður í anda gömlu klausturgarðanna.

Á uppskeruhátíðinni, sem fram fer á milli 13 og 15 á laugardag verða leiðbeiningar um jarðgerð í heimilsgörðum og til sýnis tvær gerðir af safnkössum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×