Innlent

Eru öll vatnsréttindi landsins 15 milljarða kr. virði spyr landeigandi

Jakob Bjarnar: Segir matsnefndina með óráði í mati sínu.
Jakob Bjarnar: Segir matsnefndina með óráði í mati sínu.

„Ég veit ekki hvort á að hlæja eða gráta. Þessir menn eru með óráði," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður en hann er einn fjölmargra landeigenda við Jökulsá á Dal. Og Jakob spyr hvort þessi niðurstaða sýni að öll vatnsaflsréttindi landsins séu aðeins 15 milljarða kr. virði?

Jakob bendir á að talað sé um að Jökla sé um 10% af virkjanlegu vatnsafli á Íslandi. „Það þýðir að matsnefndin metur verðmæti vatnsafls landsins á 15 milljarða! Ekki á eins árs grundvelli eða 10 ára heldur um alla eilífð."

Jakob spyr hvort maður eigi að trúa því að kaupa megi öll vatnsaflsréttindi Íslands til eilífðarnóns á 15 milljarða? "Icelandair voru að panta sér Boing-þotur 787 og kostar stykkið 12 milljarða. Þetta mat lyktar af spillingu. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar kemur þessum máli ekki við. Og auðvitað verður þetta rekið ofan í kok þeirra, eins og svo margir dómar aðrir, af erlendum dómstólum -- stjórnsýslunni íslensku til háðungar." segir Jakob.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×