Fleiri fréttir

Nauðgunarmáli vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu

Lögmaður konu sem var nauðgað fyrir fimm árum hefur vísað máli hennar til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem ríkissaksóknari neitaði endurupptöku málsins vegna sönnunarskorts. Konan þurfti að gangast undir lýtaaðgerð á kynfærum eftir nauðgunina.

Vatnsréttindi framseld til Landsvirkjunar rétt fyrir kosningar

Meirihluti vatnsréttinda í neðri Þjórsá var framseldur til Landsvirkjunar nokkrum dögum fyrir kosningar. Fráleitt er að gera slíkt samkomulag án samþykkis Alþingis, segir meðlimur í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, og bætir við að verknaðurinn sé siðlaus.

Réttur lóðaleigjenda í frístundabyggðum verði aukinn

Talsmaður neytenda vill að leigjendur lóða í skipulögðum frístundabyggðum fái forgangsrétt til áframhaldandi leigu undir frístundahús sitt tryggðan með lögum. Þá vill hann að sett verði ákvæði um gerðardóm ef ágreiningur rís um endurskoðun leigufjárhæðar eða forleigurétt.

Bíræfinn þjófur ók undir áhrifum lyfja

Karlmaður um fertugt var handtekinn í Kópavogi í gær. Í bíl hans fundust fjölmargir hlutir sem talið er að séu stolnir. Maðurinn stal einnig bíl í gær og tók úr honum ýmsa muni.

Fullur og án ökuréttinda á hjólagröfu

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Súðarvogi í gær en sá ók hjólagröfu sem rakst í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað.

Aðeins eiga að vera ein hjúskaparlög í landinu

Frosti Jónson, formaður Samtakanna 78, segir nýja könnun á afstöðu presta til þess hvort heimila eigi prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra, skref í rétta átt en það sé afstaða samtakanna að það eigi aðeins að vera ein hjúskaparlög í landinu.

18 ára afbrotaunglingur í héraðsdómi

Í dag voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur heilar sautján ákærur á hendur 18 ára reykvískum afbrotaunglingi. Ákærða, sem er fæddur 1989, er gefið að sök ýmis afbrot, svo sem þjófnað, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Flest brotanna játaði drengurinn að hafa framið, en hann neitaði sök í nokkrum ákæruliðum.

Icelandair hlýtur samgönguverðlaun samgöngurráðuneytisins

Icelandair Group hlaut samgönguverðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu hlýtur fyrirtækið og fyrirrennarar þess verðlaunin fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa.

Vilja einkaleyfi á orðið Þuklaraball

Um næstu helgi verður haldin stórhátíð í Sauðfjársetinu í Sævangi á Ströndum með tilheyrandi hrútaþukli og landskeppni í ullarspuna. Um kvöldið verður svo þuklaraballið haldið í félagsheimilinu á Hólmavík. Arnar S. Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins segir að þar á bæ ætli menn að fá sér einkaleyfi á orðinu Þuklaraball svipað og gerst hefur með Húkkaraballið í Eyjum.

Hnefahögg við Grund

Í dag var þingfest ákæra á hendur sautján ára gömlum dreng sem er gefið að sök að hafa slegið annan sextán ára hnefahöggum í andlit fyrir utan elliheimilið Grund í október á síðasta ári með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeinum vinstra megin, heilahristing og höfuðverk .

Kappakstur í kirkjugarði

Tveir sautján ára piltar gerðu sér að leik að fara í nokkurs konar kappakstur í Gufuneskirkjugarði í gær. Lögreglu barst tilkynning um aðfinnsluvert aksturslag og fór á staðinn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ökuþórarnir hafi í fyrstu verið hissa á afskiptum lögreglu, en þeir hafi skammast sín þegar þeim var gerð grein fyrir alvarleika málsins.

Mörg dæmi um að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir til skylduverkefna

Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem svarað er gagnrýni Ríkisendurskoðunar vegna Grímseyjarferjumálsins í dag. Þar er bent á að mörg dæmi séu fyrir því að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir sínar til að fjármagna kostnað vegna annarra lögbundinna verkefna þegar fyrir liggur lagaheimild til að stofna til kostnaðararins.

Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum

Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með.

Hyldýpisgjá milli kirkju og þjóðar virði Þjóðkirkjan ekki niðurstöðuna

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Akureyrarkirkju, fagnar niðurstöðu í könnun á afstöðu presta til heimildar til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Hann segir gott að vilji presta sé kominn fram og segir að hyldýpisgjá myndist milli þjóðar og kirkju verði ekki farið eftir niðurstöðu könnunarinnar og prestum veitt þessi heimild. Formaður Prestafélagsins býst við að málið verði til lykta leitt á Kirkuþingi um miðjan október.

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í flugslysinu í Kanada á laugardaginn hét Guðni Rúnar Kristinsson, til heimilis að Digranesheiði 2 í Kópavogi. Guðni var að verða 23ja ára, fæddur 29. september 1984. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Sjötugir öldungar skulda 40 milljónir í meðlög

Þegar litið er á yfirlit yfir þá sem skulda meðlög hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga kemur í ljós að 31 einstaklingar sem orðnir eru sjötugir eða eldri skulda samtals tæplega 40 milljónir kr. Og þeir sem taka á móti meðlögum á þessum aldri eru 44 talsins.

Birtir ekki nöfn veitingahúsa sem ekki hafa lækkað verð

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ekki standa til að birta nöfn þeirra veitingahúsa Neytendastofa gerði verðkönnun hjá í ágúst. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 4 prósent veitingahúsa lækkuðu verð þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður í vor.

Segir Vegagerð ekki hafa haft heimild til að kaupa ferju

Ríkisendurrskoðun segir að það sé afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda í tengslum við Grímseyjarferju á grundvelli þeirrar sölu- og ráðstöfunarheimildar sem getið er í fjárlögum fyrir síðasta ár og þetta ár. Vísað er til þess að Sæfari, gamla Grímseyjarferjan, sé enn óseld. Með þessu mótmælir Ríkisendurskoðun orðum fjármálaráðherra sem sagði í fjölmiðlum í síðustu viku að heimild hefði verið til að kaupa nýja ferju.

Harma niðurrif húsa á Laugavegi 4-6

Torfusamtökin harma að Skipulagsráð Reykjavíkur heimili niðurrif á tveimur elstu húsunum á Laugavegi 4-6 sem voru byggð í lok nítjándu aldar. Til stendur að rífa þau á næstu mánuðum.

5 milljarðar í skip og flugvélar á síðasta ári

Íslenska ríkið keypti skip og flugvélar fyrir 5 milljarða króna á síðasta ári, sem nam um 30 prósentum af kaupum ríkisins. Mestu var tilkostað í kaup á ferjum og rannsóknarskipum. Samkvæmt nýútkomnum ríkisreikningi nema eignir ríkisins 11 prósentum af eignum Kaupþings.

Starfshópur fer yfir lög um gjaldtöku fjármálafyrirtækja

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp sem fær það verkefni að skoða ýmsa gjaldtöku fjármálafyrirtækja og lagaumhverfi tengda henni, þar á með svokallaðan fit-kostnað bankanna og seðilgjöld.

Hátt í tvo mánuði frá grunnskóla vegna biðar eftir úrræðum

Mikilvægt er taka strax á alvarlegum agabrotum barna í grunnskólum og tryggja að þau fái strax þá aðstoð sem þörf er á, að sögn sérfræðings hjá menntasviði borgarinnar. Dæmi eru um að barn hafi verið frá skóla í allt að tvo mánuði vegna agabrots þar sem bið var eftir þeim úrræðum sem eru fyrir hendi.

Metár í meðlagsgreiðslum

Árið í fyrra var metár hvað varðar innheimtu á meðlagsgreiðslum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Alls innheimtust 83,5% af meðlagsgreiðslum hjá stofnuninni. Hilmar Björgvinsson forstjóri stofnunarinnar segir að skýringu á þessu megi að hluta til rekja til þess að efnahagsástandið hefur verið mjög gott undanfarin ár.

Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum á Hólum

Fornleifafræðingar þeir sem unnið hafa við uppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal hafa fundið skála frá 10du öld undir öskuhaugnum á staðnum. "Þetta er einstakt hús að okkar mati, eiginlega hrein víkingaaldarperla," segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnað hefur rannsóknum á Hólum í sumar.

Hlutfall fagmenntaðra 99% í grunnskólum á Akureyri.

Vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri í ár. Enn er þó óráðið í 1-2 stöður vegna forfalla. Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna sé 99% og að mikill stöðugleiki hafi einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár.

Íslendingar skoða kaup á Newcastle

Innan skamms gætu tvö ensk úrvalsdeildarlið orðið í eigu Íslendinga. Íslenskir fjárfestar eiga nú í viðræðum við forsvarsmenn Newcastle um hugsanleg kaup á liðinu, sem er eitt það allra stærsta í enska boltanum. Ísland í dag ræddi við Guðna Bergsson, sem spilaði í úrvalsdeildinni í mörg ár.

Afborganir lána hækka

Mörg íslensk heimili munu finna verulega fyrir því um næstu mánaðamót, hversu hratt gengi krónunnar hefur veikst síðasta mánuðinn. 60 þúsund króna afborgun af 10 milljón króna myntkörfuláni með íbúðaveði um síðustu mánaðamót er orðin 70 þúsund króna afborgun. Gengi dollarsins hefur hækkað úr 59 krónum í 69 krónur frá 20 júlí.

Ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur

Dýralæknafélag Íslands lýsir yfir furðu og hneykslan á því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ákveðið að ákæra ekki í máli hestamanns sem margsinnis misþyrmdi hesti sínum í apríl síðastliðnum. Lögreglan taldi ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur fyrir barsmíðarnar.

Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni

Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar.

Virðisaukaskatturinn drýgstur

Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til.

Verðmætara að passa fé en börn

Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.

Læknalaust víða á landinu vegna manneklu

Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Landlæknir segir ástandið endurspegla stöðuna víða á landinu.

Má aðeins vísa grunnskólanemum úr skóla fyrir fíkniefnasölu

Óheimilt verður að vísa nemanda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema annað skólaúrræði sé tryggt fyrir hann samkvæmt nýjum verkferlum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Gera má undantekningu ef nemandi hefur orðið uppvís að fíkniefnasölu en þá má vísa nemanda úr skóla á meðan lögregla og Barnavernd rannsaka málið.

Annríki hjá björgunarsveitum um helgina

Nýliðin helgi var annasöm hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meðal verkefna björgunarsveitanna voru útkall í Víta við Öskju þar sem kona lenti í skriðu. Útkall var vegna bíls sem festistí Tungnaá. Slasaður hestamaður var sóttur að Ábæ í Skagafirði og vélarvana bátur var dreginn til hafnar í Grindavík.

Felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurði

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá lokum júnímánaðar vegna gruns um nokkur brot.

Ekkert vitað um afdrif þess sem slasaðist í Vancouver

Ekkert er vitað um líðan eða afdrif mannsins sem slasaðist í flugslysinu í Vancouver. Þetta er bara hörmulegt slys sem verið er að rannsaka, segir Páll Egill Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri. Hann segir að nafni mannsins sem lést verði ekki uppljóstrað strax.

Besti grillmánuður frá því sögur hófust

"Nýliðinn júlímánuður var líklega einn besti grillmánuður frá því að sögur hófust. Bera sölutölur á kjöti þess skýrt vitni, en kjötsala var 15,7% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra." segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Jafnframt fylgir sögunni að þau tíðindi hafi gerst í kjötsölu liðinna 12 mánaða að alifuglakjöt hefur velt lambakjöti úr 1. sæti hvað sölu varðar.

Enn vantar 38 kennara í grunnskóla borgarinnar

Kennara vantar enn þá í 21 grunnskóla af 39 í Reykjavík nú þegar tveir dagar eru þar til kennsla hefst. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntasviði Reykjavíkurborgar hefur gengið vel að ráða kennara til starfa undanfarna 10 daga og er búið að ráða í rúm 97 prósent stöðugilda kennara í grunnskólunum.

Ásatrúarfélagið fær aðra lóð í Öskjuhlíð

Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs borgarinnar segir að Ásatrúarfélagið muni fá aðra lóð undir hof sitt á svipuðum stað og þeim hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni. Vísir greindi frá því í morgun að Ásatrúarfélagið gæti ekki nýtt þá lóð sem þeir fengu í fyrra þar sem hún liggur beint í öryggisaðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvöll.

Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar

Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.

Sjá næstu 50 fréttir