Innlent

Samkomulagið var gert korteri fyrir kosningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik segir ekkert óeðlilegt við samkomulagið.
Friðrik segir ekkert óeðlilegt við samkomulagið.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfestir að samkomulag um vatnsréttindi hafi verið gert við ríkisstjórnina skömmu fyrir síðustu kosningar. Samkomulagið fól í sér að ríflega 90 prósent vatnsréttinda ríkisins í Neðri-Þjórsá yrðu framseld tímabundið til Landsvirkjunar skömmu fyrir kosningar.

Friðrik segir að unnið hafi verið að samkomulaginu í marga mánuði og það sé ekkert óeðlilegt þó skrifað hafi verið undir skömmu fyrir kosningar. Miklu undarlegra hefði verið ef hætt hefði verið við samkomulagið af því að kosningar væru í nánd.

Friðrik segir að Landsvirkjun sé í eigu ríkisins og sé stofnað til að virkja vatnsafl og sjá stóriðju fyrir orku. Því sé ekkert óeðlilegt við að samkomulag sem þetta sé gert.

Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagði i samtali við Stöð 2 í gær að umrætt samkomulag væri siðlaust og undrast að það hafi verið gert án samráðs við Alþingi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði jafnframt að ef um formlegt samkomulag væri að ræða bæri það vott um spillingu í ríkisstjórninni. Friðrik segist vísa öllum slíkum ummælum til föðurhúsanna.

Tengdar fréttir

Ósvinna og spilling í ríkisstjórninni

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, segir að ef það reynist rétt að vatnsréttindi ríkisins í neðri Þjórsá, hafi verið framseld til Landsvirkjunar skömmu fyrir kosningar sé það hrein ósvinna og til marks um spillingu í ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×