Fleiri fréttir

Fimm hafa látist það sem af er desember

Rúmlega tvítugur maður lét lífið í bílveltu á Álftanesvegi í nótt. Þrjátíu hafa látist í umferðinni það sem af er árinu, þar af fimm í desember.

Ástarbréf íslenskra kvenna á safn

Ástarbréf íslenskra kvenna til eina skipverja franska rannsóknarskipsins Pourquois-pas sem komst lífs af þegar skipið strandaði út af Reykjanesi árið 1936, verða að öllum líkindum afhent Íslendingum með vorinu. Frændi skipverjans, sem nú er látinn, er staddur hér á landi. Olivier Le Bihan er mikilsvirtur safnstjóri í Frakklandi, en hann stjórnar fagurlistasafninu í Bordeaux.

Styrkja byggingu nýs íþróttahúss á Höfn

Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganess ætlar að styrkja byggingu nýs knattspyrnuhúss á Höfn í Hornafirði með að minnsta kosti 60 milljóna króna framlagi. Þetta er í tilefni að því að fyrirtækið fagnar nú 60 ára afmæli sínu.

Háhraðatengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi

Í dag ganga þrjú sveitarfélög á Vesturlandi frá samningi við Hringiðuna um háhraðatengingar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sveitarfélögin eru Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær.

Messa hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni

Í morgun var messa rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar haldin í Dómkirkjunni. Þetta er önnur messan frá stofnun deildarinnar á íslandi, en tilefnið var að fagna degi Sánkti Nikulásar.

Opið í Bláfjöllum

Opið er á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Svæðið opnaði klukkan eitt og verður opið til klukkan fjögur. Stólalyftan Gosi í Suðurgili er í gangi og einnig kaðallyftan Patti broddgöltur við Bláfjallaskála.

Bónus gagnrýnir verðkönnun ASÍ á bókum

Bónus gagnrýnir framkvæmd verðkönnunar á bókum sem gerð var í vikunni og neituðu Alþýðusambandinu að kanna verðlag í matvöruverslunum sínum. Þetta var gert þrátt fyrir yfirlýsingar forsvarsmanna Bónuss að þeir hefðu ekkert út á matvöruverðskannanir ASÍ að setja.

Rúmlega tvítugur maður lét lífið í bílveltu á Álftanesvegi

Rúmlega tvítugur maður lét lífið í bílveltu á Álftanesvegi í nótt. Slysið varð á fyrsta tímanum í nótt en maðurinn var einn í bílnum. Hann var á leið út á Álftanes þegar bíll hans fór út af við Selskarð og valt. Maðurinn var látinn þegar lögreglan kom á staðinn. Tildrög slysins eru óljós. Þrjátíu hafa látið lífið í umferðinni á árinu en alls létust nítján í umferðinni á síðasta ári.

Sek þar til sakleysi sannast

Kona í Vestamannaeyjum fékk tæplega fjögur þúsund króna stöðumælasekt, fyrir að leggja bíl sínum ólöglega í Reykjavík í síðasta mánuði. Það þykir svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að bæði konan, og bíllinn hennar, voru í Vestmannaeyjum umræddan dag. Hún fékk þau svör hjá Bílastæðasjóði að hún yrði að borga sektina eða sanna fjarveru sína úr höfuðborginni og myndi úrskurðarnefnd þá taka ákvörðun um niðurfellingu sektarinnar.

Stjórn VG styður Álfheiði

Stjórn VG styður yfirlýsingu Álfheiðar Ingadóttur, fulltrúa flokksins í stjórn Landsvirkjunar, fyrr í dag. Álfheiður gekk af síðasta fundi núverandi stjórnar Landsvirkjunar í dag til að mótmæla því að raforkuverðið til Alcan sé ekki gefið upp. Í yfirlýsingu frá VG segir að slíkt standist ekki kröfur um opna og lýðræðislega stjórnsýslu.

Þrír myrtir í skotárás á Jamaíka

Byssumenn drápu þrjá menn og særðu tvo til viðbótar nærri nokkrum fínustu hótelum við Montego-flóa á Jamaíka í dag, sama dag og ferðamannavertíðin byrjar þar fyrir alvöru. Byssumennirnir, sem klæddir voru í einkennisbúninga lögreglu, skutu á fólk sem stóð á gangstétt úr bíl á ferð. Árásin tengjast bardögum götugengja.

Samkomulag framlengt

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík.

Flugumferð gæti lamast við Ísland

Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót, en flugumferðarstjórar undirrituðu ekki samninga við Flugstoð sem tekur við íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramótin. Útlitið er afar slæmt, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en deilt hefur verið um lífeyrismál.

Athugasemd gerð við innihald vefsíðu

Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar.

Nýtt fríblað í Austur-Skaftafellssýslu

Frá og með áramótum verður fríblaðinu Eystra-Horni dreyft frítt inn á öll heimili í Austur-Skaftafellssýslu. Þannig taka útgefendur þátt í þeirri þróun fjölmiðlamarkaðarins að prentuðum fréttamiðlum er æ meira dreyft ókeypis. Einnig er verið að svara kalli auglýsenda um aukna dreifingu blaðsins. Frá þessu er sagt á fréttavefnum horn.is.

Nýr fjárfestingarbanki stofnaður

Nýr íslenskur fjárfestingarbanki var stofnaður í dag, Askar Capital. Bankinn hefur störf um áramótin og verður með starfsstöðvar í Reykjavík, Lundúnum, Lúxemborg, Búkarest og Hong Kong. Eigið fé við stofnun er 11 milljarðar króna og starfsmenn rúmlega 40.

Nýr miðbær í Garðabæ

Nýr miðbæjarkjarni verður byggður í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Breytingarnar eru stórfelldar, hluti af Garðatorgi verður rifinn og mun verkið kosta sjö til átta milljarða. Samningurinn um breytingu á miðbæjarskipulagi Garðabæjar var undirritaður í dag á Garðatorgi. Það er fasteignaþróunarfélagið Klasi sem mun að mestu fjármagna uppbygginguna, en bærinn mun eiga og reka bílakjallara sem verður undir torginu.

Hörð gagnrýni á rektor Háskólans á Akureyri

Rektor Háskólans á Akureyri var óvænt harðlega gagnrýndur á ársfundi skólans í dag. Deilt var á að starfsmannastefnu skorti auk þess sem ófaglega hafi verið staðið að uppsögnum kennara í ár. Rektor vísar því á bug.

Prófkjörsfrestur liðinn hjá Framsókn í Suðurkjördæmi

Prófkjörsfrestur hjá Framsóknarflokkinum í Suðurkjördæmi rann út í dag klukkan 17:00. 12 gefa kost á sér, þar af koma fjórir frá Árborg en tveir frá Reykjanesbæ. Aðeins einn er frá Vestmannaeyjum. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar á næsta ári.

Staðfest gæsluvarhald yfir síbrotamanni

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni sem nýlega var dæmdur í 5 ára fangelsi. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. janúar, eða meðan hæstiréttur rannsakar mál hans. Hann er ákærður fyrir röð minniháttar afbrota.

Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári.

Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst yfir stuðningi við Guðna í fyrsta sæti.

Íþróttahúsið við MS og Vogaskóla opnað aftur

Íþróttahús Menntaskólans við Sund og Vogaskóla hefur verið opnað aftur. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemi íþróttahússins eftir alvarlegar athugasemdir við ófullnægjandi þrif og öryggisþætti.

Minna hlutfall ráðstöfunartekna fer í mat

Hlutdeild matvæla í heimilisútgjöldunum fer stöðugt lækkandi. Á tímabilinu 2002-2004 fóru 14,4% ráðstöfunartekna heimilanna í þennan lið, en á tímabilinu sem rannsóknin nær til, fóru aðeins 12,9% til kaupa á matvörum og óáfengum drykkjarvörum. Húsnæði, hiti og rafmagn er sem fyrr lang fjárfrekasti liðurinn og sá sem hækkar mest.

Samningur um raforku tilbúinn eftir tvær vikur

Vonast er til að samningur milli Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík verði tilbúinn eftir tvær vikur. Samninganefndir fyrirtækjanna eru nú langt komnar með að ganga frá samningi.

ASÍ stendur við bókaverðkönnun sína

Alþýðusamband Íslands hefur farið yfir framkvæmd sína á verðkönnun á bókum sem Bónus gagnrýndi harðlega í gær. Niðurstaða ASÍ er sú, að eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdinni og Alþýðusambandið stendur við könnunina.

Vilja stöðva efnistöku á botni Hvalfjarðar

Sveitastjórn Hvalfjarðasveitar vill að efnistaka á sjávarbotni Hvalfjarðar verði stöðvuð vegna umhverfisspjalla. Starfsleyfi fyrirtækisins Björgunar, til efnisöflunar í Hvalfirði, rann út árið 2005 en fyrir skömmu var ákveðið að veita fyrirtækinu bráðabrigða starfsleyfi til ársins 2008.

Landsvirkjun lýsir yfir áhyggjum af slysum við Kárahnjúka

Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir áhyggjum af fjölgun vinnuslysa sem orðið hafa hjá verktakafyrirtækinu Impregilo sem sinnir framkvæmdum við Kárahnjúka. Hún leggur áherslu á að öryggismál á svæðinu séu í góðu lagi og gerir kröfu til verktaka og framkvæmdaeftirlits að fylgja því eftir.

Tvítug kona í dæmd í fjögurra mánaða fangelsi

Rúmlega tvítug kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnað. Í maí á þessu ári braust konan inn í íbúð á Suðurlandsvegi og reyndi að stela þaðan ýmsum hlutum.

Tekinn ölvaður undir stýri í annað skiptið á einni viku

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á síðasta sólarhring ökumann í annað skiptið á innan við viku fyrir ölvunarakstur. Alls hefur lögreglan í Reykjavík stöðvað tólf ökumenn fyrir ölvunarakstur síðastliðinn sólarhring. Sá yngsti er 17 ára en sá elsti hátt á áttræðisaldri.

Bílastæði opnuð á Faxaskálasvæðinu

Steyptur grunnur á Faxaskálasvæðinu verður nýttur tímabundið undir bílastæði. Bílastæðum á svæðinu hefur fækkað frá því að framkvæmdir hófust við gerð lóðar tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfn Reykjavíkur.

Stólalyftan í Suðurgili opin í Bláfjöllum á morgun

Á morgun verður Gosinn stólalyftan í Suðurgili í Bláfjöllum opin frá klukkan eitt eftir hádegi til klukkan fjögur. Snjór er í lágmarki og víða grunnt á grjót og því mun ekkert kosta inn á svæðið.

Veiðiþjófur skotinn

Þjóðgarðsverðir í Kenya skutu í gær til bana illræmdan veiðiþjóf frá Sómalíu, sem vitað er að hafði drepið sautján fíla og níu nashyrninga á síðustu fimm árum. Það er ekki óalgengt í Afríku að þjóðgarðisverðir lendi í skotbardögum við veiðiþjófa.

Sjúkraliðar vilja leiðréttingu launa sinna

Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði skora á stjórnendur á Hrafnistu að leiðrétta laun þeirra. Sjúkraliðarnir benda á að mikil undirmönnun hafi verið um langt skeið og það valdi miklu álagi á starfsmenn.

Umferðaróhapp undir Hafnarfjalli

Umferðaróhapp varð fyrir um hádegi á Vesturlandsvegi í Hafnarskógi. Lögreglunni í Borgarnesi er ekki kunnugt um slys á fólki.

Stefnir í að flug lamist um áramót

Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót. Flugstoðir, sem taka við flugstjórninni um áramót, hafa sett flugumferðarstjórum skilyrði um að undirrita starfsmannasamninga fyrir klukkan þrjú í dag, ella sé félagið ekki bundið af neinum samningum við þá. Flugumferðarstjórar ætla ekki að að undirrita samninginn.

Framboð til að vinna að velferðarmálum aldraðra

Tillaga að framboði eldri borgara til Alþingis til að vinna að velferðarmálum aldraðra var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gærkvöldi.

Hjálmar vill standa í brúnni

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki á sem svo að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður.

Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ

Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum. Byggð verða þriggja hæða íbúðahús með risi og verslunum á jarðhæð, sem ásamt nýju Hönnunarsafni Íslands mynda hring umhverfis nýtt Garðatorg. Bílakjallari verður undir torginu. Samningur á milli Garðabæjar og Klasa hf. um uppbyggingu nýja miðbæjarins var undirritaður á Garðatorgi í hádeginu.

Hjálmar Árnason fer gegn Guðna Ágústssyni

Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, í efsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta nú laust fyrir hádegi.

Þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki í umferð

Rúmlega þrjú þúsund og sex hundruð ótryggð ökutæki eru í umferð á Íslandi. Þar af eru um tvö þúsund og fimm hundruð þeirra fólksbifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru tæplega hundrað sjötíu og sjöþúsund fólksbílar í umferð á Íslandi en tæplega níu prósent þeirra eða um fimmtán þúsund eru óskoðaðir.

Ísland tekur upp stjórnmálasamband við Búrúndí

Búrúndí hefur nú bæst hóp þeirra ríkja sem eru í stjórnmálasambandi við Íslands. fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York í gær yfirlýsingu þar um. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir