Innlent

Sjúkraliðar vilja leiðréttingu launa sinna

Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði eru langþreyttir eftir álag undanfarið.
Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði eru langþreyttir eftir álag undanfarið. MYND/Stefán

Sjúkraliðar á Hrafnistu í Hafnarfirði skora á stjórnendur á Hrafnistu að leiðrétta laun þeirra. Sjúkraliðarnir benda á að mikil undirmönnun hafi verið um langt skeið og það valdi miklu álagi á starfsmenn.

Úr fréttatilkynningu frá sjúkraliðunum:

„ Stjórnendur Hrafnistu verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að það er ekki að ófyrirsynju að fjöldi reyndra sjúkraliða sem í raun hafa verið burðarásar heimilisins í áratugi sjá sig knúða til að segja störfum sínum lausum vegna óánægju með kjörin. Við andmælum sinnuleysi stjórnenda heimilisins sem ítrekaði hafa hafnað kröfu okkar um að fá að njóta þeirra kjara sem kjarasamningur félagsins okkar gerir ráð fyrir. Eins og horfir er því viðbúið að fleiri sjúkraliðar fylgi í kjölfar þessara reyndu starfsfélaga sinna og leiti á önnur mið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×