Innlent

100 hafa sótt starfstengt íslenskunám á Landspítalanum

Á námskeiðinu 12. desember voru kennararnir frá Mími að þjálfa starfsmenn í starfstengdri íslensku.  Í þetta skipti voru kennd ýmis hugtök sem tengjast jólum og áramótum.
Á námskeiðinu 12. desember voru kennararnir frá Mími að þjálfa starfsmenn í starfstengdri íslensku. Í þetta skipti voru kennd ýmis hugtök sem tengjast jólum og áramótum.

Um hundrað erlendir starfsmenn á Landspítalanum hafa á þessu ári sótt starfstengd íslenskunámskeið á spítalanum, en alls vinna um 250 erlendir ríkisborgarar á spítalanum.

Fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum að erlendir starfsmenn séu um fimm prósent allra starfsmanna og eru þeir frá 40 löndum. Starfstengt íslenskunám hefur verið í boði á spítalanum undanfarin sex ár og hafa alls tæplega 300 erlendir starfsmenn sótt námskeiðin á þeim tíma. Kennslan var fyrst í höndum Námsflokka Reykjavíkur en er nú í höndum Mímis - símenntunar.

Þá segir í tilkynningu Landspítalans að í undirbúningi sé að halda sérhæfð námskeið og kynningar fyrir erlenda starfsmenn, bæði á ensku og með aðstoð túlka á öðrum tungumálum s.s. pólsku, tagalog og taílensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×