Innlent

Íþróttahúsið við MS og Vogaskóla opnað aftur

Eftir heimsókn heilbrigðisfulltrúa í íþróttahúsið í dag var gefið leyfi til að opna það aftur.
Eftir heimsókn heilbrigðisfulltrúa í íþróttahúsið í dag var gefið leyfi til að opna það aftur. MYND/Vilhelm

Íþróttahús Menntaskólans við Sund og Vogaskóla hefur verið opnað aftur. Heilbrigðiseftirlitið stöðvaði starfsemi íþróttahússins eftir alvarlegar athugasemdir við ófullnægjandi þrif og öryggisþætti. Heilbrigðisfulltrúar Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar fóru í eftirlit í dag og veittu leyfi til að húsið yrði opnað á ný þar sem skólayfirvöld höfðu bætt úr því sem þótti ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×