Innlent

Bónus gagnrýnir verðkönnun ASÍ á bókum

Bónus gagnrýnir framkvæmd verðkönnunar á bókum sem gerð var í vikunni og neituðu Alþýðusambandinu að kanna verðlag í matvöruverslunum sínum. Þetta var gert þrátt fyrir yfirlýsingar forsvarsmanna Bónuss að þeir hefðu ekkert út á matvöruverðskannanir ASÍ að setja.

Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að sambandið hafi á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að þróa aðferðir til verðtöku og kannana á verðlagi í verslunum. Reynslan af þessum könnunum hafi sýnt að þær eru unnar samkvæmt ströngustu kröfum og almenningur á Íslandi treysti þeim. Þær verslanir og þjónustuaðilar sem kjósi að heimili ekki kannanir á vöru og þjónustu sem þeir bjóða, verði að eiga það við sína samvisku og viðskiptavini að útskýra ástæðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×