Innlent

Samningur um raforku tilbúinn eftir tvær vikur

Verið er að semja um 2300 gígawattstundir af raforku á ári sem samsvara helmingi af orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar.
Verið er að semja um 2300 gígawattstundir af raforku á ári sem samsvara helmingi af orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. MYND/Haraldur

Vonast er til að samningur milli Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík verði tilbúinn eftir tvær vikur. Samninganefndir fyrirtækjanna eru nú langt komnar með að ganga frá samningi.

Samkomulag um raforkusölu til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var kynnt á síðasta stjórnarfundi sameignarfyrirtækis Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og ríkisins um Landsvirkjun, sem haldinn var í dag. Álfheiði Ingadóttur, fulltrúa vinstri grænna í stjórn Landsvirkjunar, lagði til á fundinum að verð raforkunnar yrði gefið upp en sú tillaga var felld með atkvæðum fimm stjórnarmanna.

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir samkeppnissjónarmið ráða því að ekki sé hægt að upplýsa hvað Alcan komi til með að borga fyrir raforkuna.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um að af stækkuninni verði. Hafnarfjarðarbær hefur ekki enn gefið leyfi fyrir stækkuninni en bæjarbúar munu kjósa um hana næsta vor.

Svipaður samningur hefur verið gerður við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% af raforkunni sem þarf ef álverið verður stækkað. Samningur Landsvirkjunar og Alcan snýr að hinum 60% eða 2300 gígawattstundir af raforku á ári sem samsvara helmingi af orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þrjár virkjanir munu framleiða raforkuna til Alcoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×