Innlent

Tekinn ölvaður undir stýri í annað skiptið á einni viku

MYND/Haraldur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á síðasta sólarhring ökumann í annað skiptið á innan við viku fyrir ölvunarakstur. Alls hefur lögreglan í Reykjavík stöðvað tólf ökumenn fyrir ölvunarakstur síðastliðinn sólarhring. Sá yngsti er 17 ára en sá elsti hátt á áttræðisaldri. Fjórir ökumannanna voru jafnframt réttindalausir.

Lögreglan stöðvaði einnig fimm ökumenn sem höfðu útrunnin ökuskírteini. Einn þeirra hafði gleymt að endurnýja skírteini sitt í fimmtán ár.

Lögreglan telur sig merkja að dregið hafi úr hraða undanfarið sérstaklega á Suðurlands- og Vesturlandsvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×