Innlent

Ísland tekur upp stjórnmálasamband við Búrúndí

Fastafulltrúarnir Joseph Ntakirutimana og Hjálmar W. Hannesson undirrita yfirlýsinguna.
Fastafulltrúarnir Joseph Ntakirutimana og Hjálmar W. Hannesson undirrita yfirlýsinguna.

Búrúndí hefur nú bæst hóp þeirra ríkja sem eru í stjórnmálasambandi við Íslands. fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York í gær yfirlýsingu þar um. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Búrúndí er í Mið-Afríku og á landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í suðri og austri og Lýðveldinu Kongó í vestri. Um sjö milljónir manna búa í landinu samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins. Búrúndí er fyrrum nýlenda Belgíu og öðlaðist sjálfstæði árið 1962. Í Búrúndí hefur geisað borgarastyrjöld frá árinu 1993 á milli þjóðarbrota hútúa og tútsímanna en skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í september 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×