Fleiri fréttir Fá greitt meðan barnið kemst ekki á leikskóla Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að greiða heimavinnandi foreldrum 35 þúsund krónur á mánuði frá því þeir ljúka fæðingarorlofi þar til leikskólapláss fæst eða barnið hefur skólagöngu. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu. 15.12.2006 10:02 Stjórnarkreppa hugsanleg í Danmörku Stjórnarkreppa gæti verið í aðsigi í Danmörku. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra segist hafa reynt að halda Lars Barfoed inni sem ráðherra en sá sagði af sér í gærkvöldi eftir að Danski þjóðarflokkurinn dró til baka stuðning sinn við hann. Rasmussen hvatti þó alla til stillingar. 14.12.2006 23:21 Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna. 14.12.2006 22:31 Flokkur eldri borgara líklega stofnaður bráðlega Nýr stjórnmálaflokkur eldri borgara verður að öllum líkindum stofnaður á sunnudaginn klukkan þrjú. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins. Mikill hiti var á fundi eldri borgara í kvöld og sögðu þeir þarft að einhver berðist fyrir réttindum eldri borgara en ekki væri hægt að bjóða fram undir merkjum Félags eldri borgara. 14.12.2006 22:02 Tveir ölvaðir og tveir sviptir á klukkutíma Lögreglan í Reykjavík setti upp farartálma á Sæbraut til móts við Kalkofnsveg og stöðvaði alla ökumenn sem fóru þar hjá. Á klukkutíma, frá 20:15 til 21:15, fóru þar hjá tveir ölvaðir ökumenn, tveir sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og fimm sem voru með útrunnin skírteini. Sams konar átök verða tíð í desember að sögn lögreglu. 14.12.2006 21:55 Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga. 14.12.2006 21:05 Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir seinagang nauðgunarrannsókna Siv Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir að lögreglurannsóknir taki of langan tíma þegar nauðgunarmál eigi í hlut. Þetta kom fram í viðtali við hana í Íslandi í dag í kvöld. Hún segir allt of langan tíma líða frá því að mál er kært þar til rannsókn lýkur, of mikið sé um óútskýrð hlé í málum sem eigi að njóta forgangs. 14.12.2006 19:41 Eysteinn kominn í leitirnar Eysteinn Gunnarsson, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í kvöld er kominn í leitirnar. 14.12.2006 19:38 Segir ákæruna vonbrigði Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, segir það hafa verið sér mikil vonbrigði að hafa verið ákærður vegna olíumálsins. Honum, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi forstjóra Olís voru birtar ákærur í gær. 14.12.2006 18:48 Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum. 14.12.2006 18:40 Keflavíkurflugvöllur auðveldari eftir að herinn fór Íslenskir aðilar eiga mun auðveldar með að athafna sig á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór. Samgönguyfirvöld taka endanlega yfir rekstur flugvallarins af utanríkisráðuneytinu snemma á næsta ári. Flugmenn leggja áherslu á að flugbraut sem herinn lét loka verði opnuð á nýjan leik. 14.12.2006 18:30 Verkfræðinemi leiðbeinir um sprengjugerð Ítarlegur leiðarvísir á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað hefur verið öllum aðgengilegur á heimasíðu verkfræðinema í Háskóla Íslands. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir ótrúlegt að til sé fólk sem birti svo háskalegar upplýsingar. 14.12.2006 18:30 Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Eysteini Gunnari Davíðssyni til heimilis í Keflavík. Eysteinn er tvítugur, 180 sm. á hæð, grannvaxinn og með brúnt hár og brún augu. Ekki er vitað með klæðnað en hann sást seinast í dökkum gallabuxum. Eysteinn sást seinast við söluturn í Keflavík þann 11.12.2006 eftir klukkan 20. Eysteinn gæti mögulega verið á bifreiðinni YD-939. Ef til Eysteins spyrst hafið þá vinsamlega samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450. 14.12.2006 17:32 Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. 14.12.2006 17:01 Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. 14.12.2006 16:46 Lögreglumaður segir hleranir hafa verið umfangsmiklar Fyrrverandi lögreglumaður segir að umfangsmiklar hleranir hafi átt sér stað á einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis á árunum 1970 til 1980, samkvæmt Fréttastofu úvarpsins. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, en starfaði sem lögreglumaður um árabil, segir að alkunna hafi verið að Lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. 14.12.2006 16:37 Ríkið sýknað af kröfu um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds Íslenska ríkið var í dag í Hæstarétti Íslands sýknað af kröfum manns um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í. Maðurinn krafðist þess að fá ellefu milljónir króna í bætur þar sem hann hafi saklaus verið látinn sæta gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar 2004 til 27. febrúar sama ár. 14.12.2006 16:34 Nýr miðbæjarkjarni í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum samkvæmt samkomulagi sem Garðabær og Klasi hf. hafa gert og verður undirritað á morgun. 14.12.2006 15:54 Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum. 14.12.2006 15:45 Tvisvar tekinn fyrir hnupl á klukkutíma Unglingspiltur var staðinn að verki í gær þegar hann reyndi að stela síma úr verslun í Reykjavík. Hann skilaði símanum en innan við klukkustund síðar var hann aftur staðinn að þjófnaði í annarri verslun á svipuðum slóðum. Hann reyndi þá í félagi við annan ungling að ræna matvælum. 14.12.2006 15:38 Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. 14.12.2006 15:29 Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag. 14.12.2006 15:22 Mótmæla lokun póstafgreiðslu á Bakkafirði Byggðaráð Langanesbyggðar leggst eindregið gegn því að dregið verði úr póstþjónustu á Bakkafirði. Íslandspóstur ætlar að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði um næstu áramót. 14.12.2006 15:10 Dýr hefði sopinn orðið Hópur danskra hermanna í Írak sleppur við sekt fyrir bjórdrykkju með breskum starfsbræðrum sínum vegna mistaka í meðferð málsins. 14.12.2006 14:53 Tók að sér umferðarstjórn óumbeðinn Karlmaður á fertugsaldri taldi sig knúinn til að taka að sér umferðarstjórn í Austurstræti í gærkvöldi Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn en hann var talsvert ölvaður. 14.12.2006 14:45 Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. 14.12.2006 14:29 Jólaköttur týndur í Skerjafirði Eigandi skógarkattarins Grímu hefur síðustu vikuna staðið í örvæntingarfullri leit að henni eftir að hún týndist á Reykjarvíkurflugvelli. Hún var á leið í flug. 14.12.2006 14:02 Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. 14.12.2006 13:55 Fundi vegna hugsanlegs stíflurofs frestað Almannavarnir hafa frestað borgarfundi sem fyrirhugaður var á Brúarási á Jökuldal í kvöld. Þar átti að kynna nýja rýmingaráætlun fyrir íbúum vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón. Vegna veðurs var ákveðið að fresta fundinum og verður nýr fundartími auglýstur síðar. 14.12.2006 13:15 Ekki jarðskjálftar á Vesturöræfum Veðurstofu Íslands hafa borist fyrispurnir varðandi meinta jarðskjálfta síðastliðna nótt með stærðir yfir 4 á Richter-kvarða og staðsetningu á Vesturöræfum. 14.12.2006 13:00 Átta bækur á ódýrasta staðnum fyrir fimm á þeim dýrasta Hægt er að kaupa sjö vinsælustu íslensku jólabækurnar þar sem þær eru ódýrastar, fyrir sömu upphæð og aðeins fimm bækur fást fyrir þar sem þær eru dýrastar. 14.12.2006 12:45 Fullt út úr dyrum á fundi um Kársnesið Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um uppbyggingu á Kársnesi í gærkvöldi. Fjölmargir íbúar gagnrýndu tillögur bæjaryfirvalda. 14.12.2006 12:30 Hugsanlegt að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu Tvær manneskjur komust af sjálfsdáðum út úr úr brennandi kjallaraíbúð við Efstasund í Reykjavík laust fyrir klukkan sex í morgun, en voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn en íbúarnir telja líklegt að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu. 14.12.2006 12:15 Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. 14.12.2006 12:00 Atvinnuleysi eykst lítillega á milli október og nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 1,1 prósent og jókst lítillega milli mánaða samkvæmt tölum sem birtar eru á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi hafi aukist töluvert á landsbyggðinni en minnkað lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu. 14.12.2006 11:40 Vilja rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði Breiðafjarðarnefnd vill rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði og mögulegar ástæður fyrir fækkun þeirra. Nefndin hefur verndun Breiðafjarðar að markmiði og hefur hún óskað eftir fjármagni frá umhverfisráðuneytinu svo hægt sé að rannsaka ástandið. 14.12.2006 11:31 Áfrýjunarnefnd staðfestir úrskurð Samkeppniseftirlits í kæru Mjólku Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum og misnotað markaðsráðandi stöðu sína gangvart Mjólku með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu. 14.12.2006 11:18 Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. 14.12.2006 11:09 Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. 14.12.2006 10:58 Rúmenar teknir með fölsuð skilríki Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum. 14.12.2006 10:49 Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. 14.12.2006 10:38 Íbúðalánasjóður áætlar að lána 52-59 milljarða á næsta ári Íbúðalánasjóður áætlar að lána á bilinu 52 -59 milljarða króna á næsta ári samkvæmt áætlun sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu átta til níu milljarðar sem er nokkur aukning frá árinu sem nú er að ljúka. 14.12.2006 10:24 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16 milljóna króna í sekt fyrir skattalaga-, bókhalds- og hegningarlagabrot í tengslum við eigin atvinnurekstur og við rekstur einkahlutafélags. 14.12.2006 10:08 95% verðmunur á sumum jólabókum Allt að 95% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í bókaverslunum og stórmörkuðum í dag miðvikudag. Office 1 var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 36 titlum af þeim 37 sem kannaðir voru. Á öllum titlum reyndist rúmlega 50% munur á hæsta og lægsta verði og í flestum tilvikum var verðmunurinn 60%-65%. Bókaverslunin Iða í Lækjargötu neitaði þátttöku í könnuninni. 13.12.2006 23:22 Menntaskólinn við Sund mótmælir lokun íþróttahúss Menntaskólinn við Sund hefur sent Umhverfissviði Reykjavíkurborgar bréf vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins um tafarlausa lokun íþróttaaðstöðu skólans, sem Vogaskóli hefur haft til afnota. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Skólayfirvöld segja ákvörðunina í engu samræmi við tilefnið og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunaraðila. 13.12.2006 22:48 Sjá næstu 50 fréttir
Fá greitt meðan barnið kemst ekki á leikskóla Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að greiða heimavinnandi foreldrum 35 þúsund krónur á mánuði frá því þeir ljúka fæðingarorlofi þar til leikskólapláss fæst eða barnið hefur skólagöngu. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu. 15.12.2006 10:02
Stjórnarkreppa hugsanleg í Danmörku Stjórnarkreppa gæti verið í aðsigi í Danmörku. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra segist hafa reynt að halda Lars Barfoed inni sem ráðherra en sá sagði af sér í gærkvöldi eftir að Danski þjóðarflokkurinn dró til baka stuðning sinn við hann. Rasmussen hvatti þó alla til stillingar. 14.12.2006 23:21
Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna. 14.12.2006 22:31
Flokkur eldri borgara líklega stofnaður bráðlega Nýr stjórnmálaflokkur eldri borgara verður að öllum líkindum stofnaður á sunnudaginn klukkan þrjú. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins. Mikill hiti var á fundi eldri borgara í kvöld og sögðu þeir þarft að einhver berðist fyrir réttindum eldri borgara en ekki væri hægt að bjóða fram undir merkjum Félags eldri borgara. 14.12.2006 22:02
Tveir ölvaðir og tveir sviptir á klukkutíma Lögreglan í Reykjavík setti upp farartálma á Sæbraut til móts við Kalkofnsveg og stöðvaði alla ökumenn sem fóru þar hjá. Á klukkutíma, frá 20:15 til 21:15, fóru þar hjá tveir ölvaðir ökumenn, tveir sem höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og fimm sem voru með útrunnin skírteini. Sams konar átök verða tíð í desember að sögn lögreglu. 14.12.2006 21:55
Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga. 14.12.2006 21:05
Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir seinagang nauðgunarrannsókna Siv Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir að lögreglurannsóknir taki of langan tíma þegar nauðgunarmál eigi í hlut. Þetta kom fram í viðtali við hana í Íslandi í dag í kvöld. Hún segir allt of langan tíma líða frá því að mál er kært þar til rannsókn lýkur, of mikið sé um óútskýrð hlé í málum sem eigi að njóta forgangs. 14.12.2006 19:41
Eysteinn kominn í leitirnar Eysteinn Gunnarsson, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í kvöld er kominn í leitirnar. 14.12.2006 19:38
Segir ákæruna vonbrigði Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, segir það hafa verið sér mikil vonbrigði að hafa verið ákærður vegna olíumálsins. Honum, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi forstjóra Olís voru birtar ákærur í gær. 14.12.2006 18:48
Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum. 14.12.2006 18:40
Keflavíkurflugvöllur auðveldari eftir að herinn fór Íslenskir aðilar eiga mun auðveldar með að athafna sig á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór. Samgönguyfirvöld taka endanlega yfir rekstur flugvallarins af utanríkisráðuneytinu snemma á næsta ári. Flugmenn leggja áherslu á að flugbraut sem herinn lét loka verði opnuð á nýjan leik. 14.12.2006 18:30
Verkfræðinemi leiðbeinir um sprengjugerð Ítarlegur leiðarvísir á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað hefur verið öllum aðgengilegur á heimasíðu verkfræðinema í Háskóla Íslands. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir ótrúlegt að til sé fólk sem birti svo háskalegar upplýsingar. 14.12.2006 18:30
Lögreglan í Keflavík lýsir eftir manni Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Eysteini Gunnari Davíðssyni til heimilis í Keflavík. Eysteinn er tvítugur, 180 sm. á hæð, grannvaxinn og með brúnt hár og brún augu. Ekki er vitað með klæðnað en hann sást seinast í dökkum gallabuxum. Eysteinn sást seinast við söluturn í Keflavík þann 11.12.2006 eftir klukkan 20. Eysteinn gæti mögulega verið á bifreiðinni YD-939. Ef til Eysteins spyrst hafið þá vinsamlega samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450. 14.12.2006 17:32
Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. 14.12.2006 17:01
Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. 14.12.2006 16:46
Lögreglumaður segir hleranir hafa verið umfangsmiklar Fyrrverandi lögreglumaður segir að umfangsmiklar hleranir hafi átt sér stað á einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis á árunum 1970 til 1980, samkvæmt Fréttastofu úvarpsins. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, en starfaði sem lögreglumaður um árabil, segir að alkunna hafi verið að Lögreglan í Reykjavík hafi hlerað síma ef grunur lék á að skoðanir eða athafnir fólks væru taldar meint ógn við öryggi ríkisins. 14.12.2006 16:37
Ríkið sýknað af kröfu um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds Íslenska ríkið var í dag í Hæstarétti Íslands sýknað af kröfum manns um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í. Maðurinn krafðist þess að fá ellefu milljónir króna í bætur þar sem hann hafi saklaus verið látinn sæta gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar 2004 til 27. febrúar sama ár. 14.12.2006 16:34
Nýr miðbæjarkjarni í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum Nýr miðbæjarkjarni rís í Garðabæ á næstu þremur til fjórum árum samkvæmt samkomulagi sem Garðabær og Klasi hf. hafa gert og verður undirritað á morgun. 14.12.2006 15:54
Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum. 14.12.2006 15:45
Tvisvar tekinn fyrir hnupl á klukkutíma Unglingspiltur var staðinn að verki í gær þegar hann reyndi að stela síma úr verslun í Reykjavík. Hann skilaði símanum en innan við klukkustund síðar var hann aftur staðinn að þjófnaði í annarri verslun á svipuðum slóðum. Hann reyndi þá í félagi við annan ungling að ræna matvælum. 14.12.2006 15:38
Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. 14.12.2006 15:29
Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag. 14.12.2006 15:22
Mótmæla lokun póstafgreiðslu á Bakkafirði Byggðaráð Langanesbyggðar leggst eindregið gegn því að dregið verði úr póstþjónustu á Bakkafirði. Íslandspóstur ætlar að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði um næstu áramót. 14.12.2006 15:10
Dýr hefði sopinn orðið Hópur danskra hermanna í Írak sleppur við sekt fyrir bjórdrykkju með breskum starfsbræðrum sínum vegna mistaka í meðferð málsins. 14.12.2006 14:53
Tók að sér umferðarstjórn óumbeðinn Karlmaður á fertugsaldri taldi sig knúinn til að taka að sér umferðarstjórn í Austurstræti í gærkvöldi Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn en hann var talsvert ölvaður. 14.12.2006 14:45
Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. 14.12.2006 14:29
Jólaköttur týndur í Skerjafirði Eigandi skógarkattarins Grímu hefur síðustu vikuna staðið í örvæntingarfullri leit að henni eftir að hún týndist á Reykjarvíkurflugvelli. Hún var á leið í flug. 14.12.2006 14:02
Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. 14.12.2006 13:55
Fundi vegna hugsanlegs stíflurofs frestað Almannavarnir hafa frestað borgarfundi sem fyrirhugaður var á Brúarási á Jökuldal í kvöld. Þar átti að kynna nýja rýmingaráætlun fyrir íbúum vegna hugsanlegs stíflurofs við Hálslón. Vegna veðurs var ákveðið að fresta fundinum og verður nýr fundartími auglýstur síðar. 14.12.2006 13:15
Ekki jarðskjálftar á Vesturöræfum Veðurstofu Íslands hafa borist fyrispurnir varðandi meinta jarðskjálfta síðastliðna nótt með stærðir yfir 4 á Richter-kvarða og staðsetningu á Vesturöræfum. 14.12.2006 13:00
Átta bækur á ódýrasta staðnum fyrir fimm á þeim dýrasta Hægt er að kaupa sjö vinsælustu íslensku jólabækurnar þar sem þær eru ódýrastar, fyrir sömu upphæð og aðeins fimm bækur fást fyrir þar sem þær eru dýrastar. 14.12.2006 12:45
Fullt út úr dyrum á fundi um Kársnesið Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um uppbyggingu á Kársnesi í gærkvöldi. Fjölmargir íbúar gagnrýndu tillögur bæjaryfirvalda. 14.12.2006 12:30
Hugsanlegt að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu Tvær manneskjur komust af sjálfsdáðum út úr úr brennandi kjallaraíbúð við Efstasund í Reykjavík laust fyrir klukkan sex í morgun, en voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn en íbúarnir telja líklegt að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu. 14.12.2006 12:15
Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. 14.12.2006 12:00
Atvinnuleysi eykst lítillega á milli október og nóvember Atvinnuleysi í nóvember var 1,1 prósent og jókst lítillega milli mánaða samkvæmt tölum sem birtar eru á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar kemur einnig fram að atvinnuleysi hafi aukist töluvert á landsbyggðinni en minnkað lítið eitt á höfuðborgarsvæðinu. 14.12.2006 11:40
Vilja rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði Breiðafjarðarnefnd vill rannsaka ástand sjófugla á Breiðafirði og mögulegar ástæður fyrir fækkun þeirra. Nefndin hefur verndun Breiðafjarðar að markmiði og hefur hún óskað eftir fjármagni frá umhverfisráðuneytinu svo hægt sé að rannsaka ástandið. 14.12.2006 11:31
Áfrýjunarnefnd staðfestir úrskurð Samkeppniseftirlits í kæru Mjólku Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum og misnotað markaðsráðandi stöðu sína gangvart Mjólku með því að selja Mjólku undanrennuduft á hærra verði en Ostahúsinu. 14.12.2006 11:18
Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. 14.12.2006 11:09
Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. 14.12.2006 10:58
Rúmenar teknir með fölsuð skilríki Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum. 14.12.2006 10:49
Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. 14.12.2006 10:38
Íbúðalánasjóður áætlar að lána 52-59 milljarða á næsta ári Íbúðalánasjóður áætlar að lána á bilinu 52 -59 milljarða króna á næsta ári samkvæmt áætlun sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu átta til níu milljarðar sem er nokkur aukning frá árinu sem nú er að ljúka. 14.12.2006 10:24
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16 milljóna króna í sekt fyrir skattalaga-, bókhalds- og hegningarlagabrot í tengslum við eigin atvinnurekstur og við rekstur einkahlutafélags. 14.12.2006 10:08
95% verðmunur á sumum jólabókum Allt að 95% verðmunur var á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í bókaverslunum og stórmörkuðum í dag miðvikudag. Office 1 var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 36 titlum af þeim 37 sem kannaðir voru. Á öllum titlum reyndist rúmlega 50% munur á hæsta og lægsta verði og í flestum tilvikum var verðmunurinn 60%-65%. Bókaverslunin Iða í Lækjargötu neitaði þátttöku í könnuninni. 13.12.2006 23:22
Menntaskólinn við Sund mótmælir lokun íþróttahúss Menntaskólinn við Sund hefur sent Umhverfissviði Reykjavíkurborgar bréf vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins um tafarlausa lokun íþróttaaðstöðu skólans, sem Vogaskóli hefur haft til afnota. Þetta kemur fram á vefsíðu skólans. Skólayfirvöld segja ákvörðunina í engu samræmi við tilefnið og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunaraðila. 13.12.2006 22:48