Innlent

Þrír myrtir í skotárás á Jamaíka

Byssumenn drápu þrjá menn og særðu tvo til viðbótar nærri nokkrum fínustu hótelum við Montego-flóa á Jamaíka í dag, sama dag og ferðamannavertíðin byrjar þar fyrir alvöru. Byssumennirnir, sem klæddir voru í einkennisbúninga lögreglu, skutu á fólk sem stóð á gangstétt úr bíl á ferð. Árásin tengjast bardögum götugengja.

176 morð hafa verið tilkynnt í borginni það sem af er ári, sem er talsverð fjölgun frá síðasta ári, þegar 144 voru myrtir. Þrátt fyrir þetta spá ferðamálafrömuðir enn einu metárinu á næsta ári. Háannatími í ferðamannaiðnaðinum á Jamaíka er frá 15. desember til 15. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×