Innlent

Samkomulag um raforkusölu til Alcan kynnt á fundi Landsvirkjunar

MYND/GVA

Samkomulag um raforkusölu til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var kynnt á síðasta stjórnarfundi sameignarfyrirtækis Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og ríkisins um Landsvirkjun, sem haldinn var í dag.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Álfheiði Ingadóttur, fulltrúa vinstri grænna í stjórn Landsvirkjunar, að áður en til þess hafi komið hafi tillaga hennar um að létta leynd af verðákvæðum samkomulagsins felld með atkvæðum allra stjórnarmanna.

„Þar sem ég tel að þjóðin sem er eigandi bæði Landsvirkjunar og þeirra náttúruverðmæta sem verið er að selja til stóriðju, eigi rétt á að fá upplýsingar um andvirði þeirra get ég ekki tekið við slíkum upplýsingum undir því fororði að eiga að leyna þeim fyrir Reykvíkingum eða öðrum landsmönnum," segir Álfheiður í yfirlýsingu sinni sem er birt í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×