Innlent

Nýtt fríblað í Austur-Skaftafellssýslu

Frá og með áramótum verður fríblaðinu Eystra-Horni dreyft frítt inn á öll heimili í Austur-Skaftafellssýslu. Þannig taka útgefendur þátt í þeirri þróun fjölmiðlamarkaðarins að prentuðum fréttamiðlum er æ meira dreyft ókeypis. Einnig er verið að svara kalli auglýsenda um aukna dreifingu blaðsins. Frá þessu er sagt á fréttavefnum horn.is.

Íslandspóstur mun sjá um dreifingu blaðsins inn á öll heimili í sýslunni, sem eru að sögn fyrirtækisins 814 að tölu. Þeir sem búa utan sýslunnar og vilja fá blaðið sent í pósti þurfa að hafa samband og endurnýja áskriftina. Hætt verður að selja blaðið í lausasölu. Ekki verða gerðar breytingar á útliti eða efnistökum blaðsins og auglýsingaverð verður óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×