Innlent

Hjálmar vill standa í brúnni

 

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki svo á að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður.

Hjálmar hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer 20. janúar næstkomandi. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur skipað efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Hjálmar segist hafa verið hvattur til að bjóða sig fram víða í kjördæminu, sér í lagi af Suðurnesjamönnum sem telja árangur sinn ekki sem skyldi í prófkjörum undanfarið. Í morgun skoruðu stuðningsmenn Hjálmar á hann að bjóða sig fram og ákvað hann að svara kallinu. Hjálmar telur að framboð sitt muni hleypa lífi í flokksstarfið og býst við spennandi og heiðarlegri kosningabaráttu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×