Innlent

Bílastæði opnuð á Faxaskálasvæðinu

MYND/Stefán

Steyptur grunnur á Faxaskálasvæðinu verður nýttur tímabundið undir bílastæði. Bílastæðum á svæðinu hefur fækkað frá því að framkvæmdir hófust við gerð lóðar tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfn Reykjavíkur.

Á mánudaginn verður opnað fyrir umferð inn á svæðið um ljósastýrð gatnamót Geirsgötu og Pósthússtrætis en innakstur verður vestan við bensínsölu Esso. Bílastæðin verða opnuð næstkomandi mánudag og verða opin fram að jólum og til afnota endurgjaldslaust. Gangandi vegfarendur munu komast sömu leið en einnig verður opin gönguleið austanmegin við bensínstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×