Innlent

Prófkjörsfrestur liðinn hjá Framsókn í Suðurkjördæmi

Prófkjörsfrestur hjá Framsóknarflokkinum í Suðurkjördæmi rann út í dag klukkan 17:00. 12 gefa kost á sér, þar af koma fjórir frá Árborg en tveir frá Reykjanesbæ. Aðeins einn er frá Vestmannaeyjum. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar á næsta ári.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru eftirfarandi

Bjarni Harðarson, í 2. sæti, Ritstjóri, Árborg, 45 ára

Björn Bjarndal Jónsson, í 2. sæti, Skógverkfræðingur, Árborg, 54 ára

Brynja Lind Sævarsdóttir, í 4.sæti, Flugöryggismaður, Reykjanesbæ  31 árs

Elsa Ingjaldsdóttir, í 3.sæti, Framkvæmdastjóri, Árborg, 40 ára

Eygló Harðardóttir,   í 2. sæti, Framkvæmdastjóri, Vestmanneyjum, 34 ára

Gissur Jónsson, í 4.-6.sæti, Grunnskólakennari, Árborg, 30 ára

Guðni Ágústsson, í 1. sæti, Landbúnaðarráðherra, Árborg, 57 ára

Guðni Sighvatsson, í 3.-4.sæti, Nemi í íþróttafræðum, Hellu, 26 ára

Hjálmar Árnason, í 1.sæti, Alþingismaður, Reykjanesbæ, 56 ára

Kjartan Lárusson, í 3. sæti, Sauðfjárbóndi og nemi, Bláskógabyggð, 51 árs

Lilja Hrund Harðardóttir, í 5.-6. sæti, Framkvæmdastjóri-Nuddari, Höfn, 34 ára

Ólafur Elvar Júlíusson, í 5.-6.sæti, Byggingatæknifræðingur, Hellu, 48 ára

 

Nánari upplýsingar um prófkjörið gefur Skúli Þ. Skúlason í síma: 896 0671.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×