Innlent

ASÍ stendur við bókaverðkönnun sína

Úr bónusverslun
Úr bónusverslun MYND/Anton Brink,

Alþýðusamband Íslands hefur farið yfir framkvæmd sína á verðkönnun á bókum sem Bónus gagnrýndi harðlega í gær. Niðurstaða ASÍ er sú, að eðlilega hafi verið staðið að framkvæmdinni og Alþýðusambandið stendur við könnunina.

Bónus taldi ASÍ hafa notað verðlista yfir bækur frá Office One í könnuninni, en ekki athugað verð á hverri bók fyrir sig. Könnunin leiddi í ljós lægsta verð á bókum hjá Office One. Bónus neitaði í mótmælaskyni Alþýðusambandinu að kanna verðlag í matvöruverslunum sínum. En ASÍ segir í fréttatilkynningu í dag, að þetta hafi Bónus hafi gert þetta þrátt fyrir yfirlýsingar forsvarsmanna Bónuss um að þeir hefðu "ekkert út á matvöruverðskannanir ASÍ að setja".

ASÍ segist hafa lagt mikla vinnu í að þróa aðferðir til verðtöku og kannana á verðlagi í verslunum og hafi á að skipa færum sérfræðingum á því sviði. Reynslan af þessum könnunum hafi sýnt að þær séu unnar samkvæmt ströngustu kröfum - og almenningur á Íslandi treysti þeim. ASÍ segir að verðlagseftirlitið byggi á gögnum sem starfsfólk þess safni, en ekki ábendingum frá þeim sem eiga hagsmuna að gæta. Þær verslanir og þjónustuaðilar sem kjósa að heimila ekki verðtöku á vöru og þjónustu sem þeir bjóða, verða að eiga það við sína samvisku og viðskiptavini að útskýra ástæðurnar, segir ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×