Innlent

Vilja stöðva efnistöku á botni Hvalfjarðar

Heimamenn telja umhverfisspjöll hafa orðið vegna efnisöflunar í Hvalfirði.
Heimamenn telja umhverfisspjöll hafa orðið vegna efnisöflunar í Hvalfirði. MYND/Haraldur

Sveitastjórn Hvalfjarðasveitar vill að efnistaka á sjávarbotni Hvalfjarðar verði stöðvuð vegna umhverfisspjalla. Starfsleyfi fyrirtækisins Björgunar, til efnisöflunar í Hvalfirði, rann út árið 2005 en fyrir skömmu var ákveðið að veita fyrirtækinu bráðabrigða starfsleyfi til ársins 2008.

Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir því við Orkustofnun að hún sjái til þess að efnistaka Björgunar verði hætt. Skessuhorn hefur eftir Einar Erni Thorlacius sveitarstjóri að uppdæling malarefna hafi verið viðstöðulaus í tæp tíu ár. Mat heimamanna sé að malartekjan hafi þegar valdið miklum náttúruspjöllum í sjó og við strendur fjarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×