Innlent

Opið í Bláfjöllum

MYND/Vilhelm

Opið er á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Svæðið opnaði klukkan eitt og verður opið til klukkan fjögur. Stólalyftan Gosi í Suðurgili er í gangi og einnig kaðallyftan Patti broddgöltur við Bláfjallaskála. Enn er grunnt á grjót á svæðinu og fólki því bent á að fara varlega. Ekkert kostar inn á svæðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×