Innlent

Framboð til að vinna að velferðarmálum aldraðra

MYND/AP

Tillaga að framboði eldri borgara til Alþingis, til að vinna að velferðarmálum aldraðra var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gærkvöldi.

Félagið sjálft, sem telur níu þúsund manns úr öllum flokkum, mun ekki bjóða fram í eigin nafni, að sögn Margrétar Margeirsdóttur, formanns félagsins, þar sem í lögum þess eru ákvæði um að félagið tengist ekki stjórnmálaflokkum.

Það ákvæði má túlka svo langt, að mati Hinriks Bjarnasonar félagsmanns að félagið geti ekki einu sinni lýst stuðningi við framboð einhvers hóps eldri borgara, ef til kæmi.

Það var Baldur Ágústsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem bar upp tillöguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×