Innlent

Rúmlega tvítugur maður lét lífið í bílveltu á Álftanesvegi

Rúmlega tvítugur maður lét lífið í bílveltu á Álftanesvegi í nótt. Slysið varð á fyrsta tímanum í nótt en maðurinn var einn í bílnum. Hann var á leið út á Álftanes þegar bíll hans fór út af við Selskarð og valt. Maðurinn var látinn þegar lögreglan kom á staðinn. Tildrög slysins eru óljós. Þrjátíu hafa látið lífið í umferðinni á árinu en alls létust nítján í umferðinni á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×