Fleiri fréttir

Ungir ökumenn fái aðeins kraftlitla bíla

Nýir ökumenn fá einungis að aka kraftminni bifreiðum á ákveðnum tímum sólarhrings, flytja takmarkaðan fjölda farþega yngri en 20 ára og ökutæki þeirra gætu verið gerð upptæk. Þetta kemur fram í nýjum drögum að frumvarpi samgönguráðuherra um breytingar á umferðarlögum. Þá þarf ökumaður með fjóra refsipunkta að taka námskeið og bílpróf upp á nýtt.

Ferjuhöfn á Bakkafjöru óhugsandi nema sandfok sé heft

Landgræðslan segir, að ferjuhöfn fyrir Vestmannaeyjar í Bakkafjöru á Landeyjasandi sé óhugsandi nema það takist að hefta sandfok í nágrenninu. Stýrihópur vegna forhönnunar nýrrar ferjuhafnar hefur snúið sér til Landgræðslunnar til að fá áætlun um nauðsynlega uppgræðslu lands vegna umferðar að og frá höfninni. Sandbyljir eru afar tíðir þarna og Landgræðslan segir ljóst, að hefting sandfoks þar sé sé stórt og erfitt verkefni, en alls ekki óframkvæmanlegt.

Hafa efasemdir um spár um hrun í dýraríki sjávar

Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti að spilla umhverfi og lífríki sjávar, segja erlendir vísindamenn. Íslenskir útvegsmenn og fiskifræðingar eru ekki alveg eins vissir.

Um 450 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri í Suðurkjördæmi

457 höfðu kosið utan kjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nú á hádegi en prófkjörið fer fram á morgun. Kosið hefur verið utan kjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum.

Slökkviliðið á Akureyri fær viðurkenningu

Tryggingafélagði Vörður veitti slökikviliðsmönnum á Akureyri viðurkenningu fyrir að hafa bjarða mannslífum í bruna að Fjólugötu 18 á Akureyri í apríl síðastliðnum.

Álversáform við Þorlákshöfn

Arctus ehf, félag í eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar verkfræðings og fleiri aðila, hefur fengið úthlutað lóð undir orkugarð vestan við Þorlákshöfn. og gerir ráð fyrir að þar verði reist verði álver, með 60 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, og endurbræðsla sem bræðir ál til frekari vinnslu. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu í gær. Gert er ráð fyrir að umhverfismat liggi fyrir árið 2009 og framkvæmdum við fyrsta áfanga álversins verði að fullu lokið árið 2012

Fyrsta skautamótið um helgina

Keppnistímabilið í listdansi á skautum hefst um helgina með haustmóti í Skautahöllinni í Laugardal. Á mótinu spreyta sig um 80 keppendur á aldrinum 7-19 ára. Að sögn Íslenska skautasambandsins er mikill uppgangur í íþróttinni og er fólk hvatt til að koma og fylgjast með, aðgangur er ókeypis.

Tvær konur á slysadeild eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns

Tvær konur voru fluttar á slysadeild eftir töluvert harðan árekstur strætisvagns og fólksbíls á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnasala um 6-leytið í kvöld. Fólksbíllinn var mikið klesstur og þurftu slökkviliðsmenn að beita klippum til að ná ökumanni hans út. Hann var fluttur á slysadeild sem og farþegi í fólksbílnum. Sjö manns sem voru í strætisvagninum sluppu ómeiddir.

Tveir til viðbótar fallnir á Gaza: stærsta aðgerð Ísraelshers lengi

Ísraelsk eldflaug grandaði tveimur palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni í kvöld í einu mesta hernaðarátaki Ísraela gegn palestínskum skæruliðum í marga mánuði. Vitni segja að fyrst hafi eldflaug lent á bíl skæruliða en önnur eldflaug hafi komið rétt á eftir og lent á mönnunum tveimur sem nálguðust bílinn til að athuga hvort þar væri einhver sem hægt væri að hjálpa.

Sýknaður af utanvegaakstri á Hengilssvæði

Karlmaður sem stöðvaður var á torfæruhjóli á slóða sem liggur niður Folaldadali frá Nesjavallavegi niður í Grafning hefur verið sýknaður af ákæru um utanvegaakstur. Slóðinn telst það vel greinanlegur og að nægilega löng hefð sé fyrir akstri vélknúinna farartækja á honum, þannig að hann telst vegur og því ekki um utanvegaakstur að ræða.

Stendur við fullyrðingar um uppfærða flokksskrá

Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins stendur við fullyrðingar sínar um að Guðlaugur Þór Þórðarson og framboð hans hafi komist yfir og notað uppfærða flokksskrá, með ólögmætum hætti.

Launamunur landsliðanna skýrist ekki af stöðunni á FIFA-listanum

Mismunur á launakjörum leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta er í engu samræmi við stöðu liðanna á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Á meðan karlalandsliðið er í nítugasta og fimmta sæti, á eftir Malaví er kvennalandsliðið í tuttugasta og fyrsta sæti á eftir Spánverjum.

Borar mjakast til Héðinsfjarðar úr báðum áttum

Hátt í hundrað manns vinna nú á tveimur stöðum við sprengingar og boranir vegna Héðinsfjarðarganga. Sprengingar hófust í Ólafsfirði í gær og í Skútudal á Siglufirði er búið að bora um 300 metra.

Bætt meðferð fyrir börn með alnæmi í Malaví

Heilbrigðisyfirvöld í Malaví opnuðu í dag fyrstu nútímavæddu heilsugæslustöðina sem er sérhæfð til að taka á móti börnum með alnæmi. Heilbrigðisráðherra Malaví sagði stöðina, sem er í höfuðborginni Lilongwe, vera vonarneista fyrir þau 83.000 malavísk börn sem áætlað er að séu HIV-smituð eða þjáist af alnæmi. Mörg börn láta lífið árlega í Malaví vegna þess að þau fá ekki meðferð við hæfi.

Hækkun gjalda vegur að eldri borgurum

Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík eru æfir vegna hækkunar þjónustugjalda sem samþykkt var af borgarráði og gerir í einu vetfangi að engu einu hækkun á kjörum þeirra á 11 árum. Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.

Pólskir innflytjendur ekki fyrir íslenska fjölmiðla

Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi les hvorki íslensk blöð, né horfir á íslenskt sjónvarp, en flestir innflytjendur eru frá Póllandi. Þetta kom fram í dag þegar hleypt var af stokkunum útvarpssendingum á erlendum tungumálum fyrir nýbúa. Fjölmiðladeild Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Alþjóðahús standa að útvarpssendingunum ásamt lýðræðis-og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar.

Segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi

Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Jón Helgi Guðmundsson, einn eigenda lettneska bankans Lateko Bank, segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi og ruglingslega og að með greinarskrifum blaðsins sé verið að reyna að koma höggi á íslenskt viðskiptalíf.

Undiralda gegn nýjum virkjunum í sveitum Suðurlands

Framkvæmdir við þrjár nýjar virkjanir í sveitum Suðurlands gætu hafist á næsta ári, verði ráðist í stækkun álversins í Straumsvík. Vaxandi undiralda virðist meðal heimamanna gegn þessum virkjunum, ekki síst sökum þess að mun meira landi verður sökkt undir lón en upphafleg áform gerðu ráð fyrir.

Mannfall á Gaza í skotbardögum

Ísraelsk heryfirvöld segja fimm Palestínumenn hafa fallið, þar af þrjá óbreytta borgara þegar þeir réðust gegn atlögu gegn byssumönnum á Gaza-ströndinni í dag. Hamas-liðar lýsa hins vegar átökunum á þann veg að þeirra menn hafi skotið skriðdrekaspilli inn í hóp ísraelskra hermanna og nokkrir þeirra hafi fallið. Ísraelsher nefnir ekkert mannfall í eigin röðum.

Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember.

Illa haldið á fjármunum borgarinnar

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson, segir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna hafa samið af sér við sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. "Verðið sem fæst fyrir fyrirtækið er fjarri því að vera ásættanlegt, greiðsluformið er vont og fyrirvarar um einkavæðingu halda ekki," segir í tilkynningu sem Dagur sendi frá sér í dag.

Árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í árs fangelsi og sýknaði annan fyrir ávana- og fíkniefnabrot. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdómur Reykjavíkur. Mönnunum var gefið að sök að hafa haft í sinni vörslu rúm sjötíu grömm af hassi.

Tveggja mánaða dómur fyrir þjófnað

Síbrotamaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn í tvo bíla og haft þaðan á burt ýmis verðmæti. Fram kemur í dómnum að ákærði hafi játað brot sín en hann á að baki nær samfelldan sakaferil frá árinu 1990 og hefur hlotið 24 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot.

Vanhirtir hestar í Dalabyggð

Héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður Dalabyggðar segja að hross gangi eftirlits- og heylaus á bæ í Dalabyggð. Þeir segja eigandur hrossanna, sem ekki eru búsettir í sveitarfélaginu, ekki hafa sinnt ítrekuðum beiðnum þeirra um betri umhirðu

Heildarlaun karla innan SGS yfir 40% hærri en kvenna

Meðalheildarlaun karla sem eru félagar í einhverju aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta leiðir ný könnun sem Capacent Gallup vann í september.

Kvikmyndin Börn með flestar Eddutilnefningar

Kvikmyndin Börn hlaut flestar, eða alls átta, tilnefningar til Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Tilkynnt var laust eftir hádegið hverjir væru tilnefndir. Kvikmyndin Mýrin fékk næst flestar tilnefningar -- eða fimm, Kvikmyndiin Blóðbönd fjórar tilnefningar og Allir litir hafsins eru kaldir fékk þrjár. Verðlaunaafhending Eddunnar 2006 fer fram sunnudaginn 19. nóvember á Nordica hotel.

Hafa fengið á annan tug ábendinga í gegnum heimasíðu

Samkeppniseftirlitið hefur fengið á annan tug nafnlausra ábendinga í gegnum heimasíðu sína og nokkrar þeirra hafa orðið tilefni rannsókna hjá eftirlitinu. Forstjórinn segir að styrkja þurfi Samkeppniseftirlitið enn betur.

Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar

Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum.

Vilja að breytingar á vali á rektor á Bifröst og í HR

Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN) hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að endurskoða nýlegar breytingar á reglum um val rektors. Jafnfram hvetur stjórnin háskólaráð Háskólans í Reykjavík til þess að huga að breytingum á reglum sínum við val á rektor nú þegar núverandi rektor hverfur til annarra starfa.

Býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri VG í Reykjavík og Kraga

Emil Hjörvar Petersen gefur kost á sér í 3.-4. sæti fyrir sameiginlegt prófkjör Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Emil leggur stund á nám í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka B.A.gráðu vorið 2007.

Spá lítils háttar hækkun húsnæðisverðs á næsta ári en 8% árið 2008

Greining Glitnis spáir 1% hækkun á fasteignaverði árið 2007 og að íbúðaverð taki síðan kipp árið 2008 og hækki um heil 8%. Spálíkanið sem skilar þessari niðurstöðu byggir meðal annars á þróun kaupmáttar, fjármagnskostnaðar og framboðs á húsnæðismarkaði á næstunni.

Lögreglumenn verða ekki vopnaðir

Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að auka vopnaburð lögreglumanna þrátt fyrir aukna vopnanotkun í undirheimunum.

"Bjór með blóðbragði" í Ekstrabladet

Ekstra bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans, Björgólfs Thors, við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni.

Útiloka ekki stærri skjálfta á Norðurlandi

Öflugur jarðskjálfti varð á Norðurlandi laust fyrir klukkan tvö í dag. Kaffibrúsar dönsuðu á eldhúsborðum Þingeyinga en ekki er vitað um tjón. Jarðvísindamenn útiloka ekki enn stærri skjálfta.

Ríkið eignast Landsvirkjun að fullu

Landsvirkjun verður að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins frá næstu áramótum, samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag. Ríkissjóður greiðir Reykjavíkurborg um 27 milljarða króna og Akureyrarbæ um þrjá komma þrjá milljarða króna fyrir eignarhlut þeirra í fyrirtækinu. Ráðherrar segja að ekkert liggi fyrir um einkavæðingu Landsvirkjunar.

Halldór æðsti embættismaður norræns samstarfs

Halldór Ásgrímsson verður, sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, að öllum líkindum sá Íslendingur sem gegnt hefur áhrifamestu stöðunni á alþjóðavettvangi. Hann verður æðsti embættismaður norræns samstarfs.

Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá

Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur. Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru.

VG mótmælir fyrirhugaðri sölu Landsvirkjunar

Borgarstjórnarflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mótmælir harðlega fyrirhugaðri sölu á hlut borgarbúa í Landsvirkjun. Í yfirlýsingu frá flokkinum segir að salan sé skref í áttina að einkavæðingu Landsvirkjunar en mikilvægt sé að þessi starfsemi sé í höndum samfélagsins með sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga.

Víðtækur fríverslunarsamningur við Færeyjar

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja tók gildi í dag. Hann felur í sér að Ísland og Færeyjar verða sameiginlegt efnahagssvæði og tekur til viðskipta með vöru, þjónustu og landbúnaðarafurðir, sem og til fjárfestinga. Þetta er víðtækasti samningur af þessu tagi sem Íslendingar hafa gert.

Verð á frumlyfjum orðið lægra hér en í Danmörku

Með nýrri lyfjaverðskrá sem tekur gildi í dag er heildsöluverð á frumlyfjum orðin 6,4% lægra hér en í Danmörku. Nýja lyfjaverðskráin er unnin og birt af Lyfjagreiðslunefnd. Þessi niðurstaða er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að Danmörk er það land sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa helst valið sem samanburðarland í opinberri umræðu.

Reynt að draga úr hraða í höfninni

Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni.

Sjá næstu 50 fréttir