Pólskir innflytjendur ekki fyrir íslenska fjölmiðla 2. nóvember 2006 18:47 Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi les hvorki íslensk blöð, né horfir á íslenskt sjónvarp, en flestir innflytjendur eru frá Póllandi. Þetta kom fram í dag þegar hleypt var af stokkunum útvarpssendingum á erlendum tungumálum fyrir nýbúa. Fjölmiðladeild Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Alþjóðahús standa að útvarpssendingunum ásamt lýðræðis-og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Lúðvík Geirsson var fyrsti viðmælandi stöðvarinnar og svaraði spurningum á ensku. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður útvarpað á allt að þrettán tungumálum fjórum sinnum í víku, í hálftíma í senn. Sent er út á tíðni Flensborgarskólans á FM 96.2 en einnig er hægt að nálgast útsendingarnar á vef Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Aðallega verður útvarpað á pólsku, rússnesku, tagalog (Filippseyjar) og ensku.Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar, sem telja um tólf hundruð manns, og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Amal Tamimi er formaður lýðræðis og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og upplýsingaafulltrúi Alþjóðahúss. Hún fékk hugmyndina fyrir þremur árum og vonast til að útvarpssendingarnar verði bráðum einnig á landsvísu og útilokar ekki sjónvarpsútsendingar. Hún segir vera skort á upplýsingum til innflytjenda. Þá segir hún suma innflytjendur jafnvel ekki vera læsa á eigin tungumáli, hvað þá íslensku, þess vegan gagni upplýsingabæklingar þeim hópi lítið.María Valgeirsson hefur búið á Íslandi í 18 ár og rekur veitingastaðinn Stokrotka og Pólsku verslunina í Hafnarfirði. Hún segir pólverja nánast einungis horfa á pólskt sjónvarp, enda séu flestir þeirra með gervihnattamóttakara. Hún telur það ástæðu þess að þeir tali gjarnan slæma eða enga íslensku.Það er því ljóst að enn þarf mikið að gera til að fá nýbúa til að aðlagast íslensku samfélagi betur. Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi les hvorki íslensk blöð, né horfir á íslenskt sjónvarp, en flestir innflytjendur eru frá Póllandi. Þetta kom fram í dag þegar hleypt var af stokkunum útvarpssendingum á erlendum tungumálum fyrir nýbúa. Fjölmiðladeild Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Alþjóðahús standa að útvarpssendingunum ásamt lýðræðis-og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Lúðvík Geirsson var fyrsti viðmælandi stöðvarinnar og svaraði spurningum á ensku. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður útvarpað á allt að þrettán tungumálum fjórum sinnum í víku, í hálftíma í senn. Sent er út á tíðni Flensborgarskólans á FM 96.2 en einnig er hægt að nálgast útsendingarnar á vef Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Aðallega verður útvarpað á pólsku, rússnesku, tagalog (Filippseyjar) og ensku.Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar, sem telja um tólf hundruð manns, og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Amal Tamimi er formaður lýðræðis og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og upplýsingaafulltrúi Alþjóðahúss. Hún fékk hugmyndina fyrir þremur árum og vonast til að útvarpssendingarnar verði bráðum einnig á landsvísu og útilokar ekki sjónvarpsútsendingar. Hún segir vera skort á upplýsingum til innflytjenda. Þá segir hún suma innflytjendur jafnvel ekki vera læsa á eigin tungumáli, hvað þá íslensku, þess vegan gagni upplýsingabæklingar þeim hópi lítið.María Valgeirsson hefur búið á Íslandi í 18 ár og rekur veitingastaðinn Stokrotka og Pólsku verslunina í Hafnarfirði. Hún segir pólverja nánast einungis horfa á pólskt sjónvarp, enda séu flestir þeirra með gervihnattamóttakara. Hún telur það ástæðu þess að þeir tali gjarnan slæma eða enga íslensku.Það er því ljóst að enn þarf mikið að gera til að fá nýbúa til að aðlagast íslensku samfélagi betur.
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira