Innlent

Kvikmyndin Börn með flestar Eddutilnefningar

Kvikmyndin Börn hlaut flestar, eða alls átta, tilnefningar til Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Tilkynnt var laust eftir hádegið hverjir væru tilnefndir. Kvikmyndin Mýrin fékk næst flestar tilnefningar -- eða fimm, Kvikyndiin Blóðbönd fjórar tilnefningar og Allir litir hafsins eru kaldir fékk þrjár. Verðlaunaafhending Eddunnar 2006 fer fram sunnudaginn 19. nóvember á Nordica hotel.

Tilnefningarnar eru eftirfarandi:

Sjónvarpsþáttur ársins:

Fyrstu skrefin, Græna herbergið, Innlit/Útlit, Kompás og Sjálfstætt fólk.

Heimildarmynd ársins:

Act Normal, Ekkert mál og Skuggabörn.

Skemmtiþáttur ársins: Jón Ólafs, KF Nörd og Strákarnir.

Leikið sjónvarpsefni: Allir litir hafsins eru kaldir, Sigtið og Stelpurnar.

Kvikmynd ársins: Blóðbönd, Börn og Mýrin.

Stuttmynd ársins: Anna og skapsveiflurnar, Góðir gestir og Midnight.

Útlit mynda: Gunnar Karlasson fyrir Anna og Skapsveiflurnar, Karl Júlíusson fyrir A Little Trip to Heaven og Óttar Guðnason fyrir A Little Trip to Heaven.

Hljóð og tónlist: Kjartan Kjartansson fyrir Allir litir hafsins eru kaldir, Mugison fyrir Mýrina og A Little Trip to Heaven og Pétur Þór Benediktsson fyrir Börn.

Leikstjóri ársins: Árni Ólafur Ásgeirsson fyrir Blóðbönd, Baltasar Kormákur fyrir Mýrina og Ragnar Bragason fyrir Börn.

Handrit ársins: Anna og skapsveiflurnar, Blóðbönd og Börn.

Leikari ársins: Gísli Örn Garðarsson fyrir Börn, Hilmar Jónsson fyrir Blóðbönd, Ingvar E. Sigurðsson fyrir Mýrina, Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Börn og Ólafur Darri Ólafsson fyrir Börn.

Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðsson fyrir Mýrina, Halldór Gylfason fyrir Ævintýri í Stundinni okkar, Laufey Elíasdóttir fyrir Blóðbönd, Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir Börn og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Allir litir hafsins eru kaldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×