Fleiri fréttir

Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga

Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann.

Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli.

Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum

Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll.

Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt.

Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey

Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5.

Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.

Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu

Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi.

Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur

Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt.

Nokkrir eftirskjálftar

Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri.

Lögregla leitar ræningja

Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið.

Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Hús nötruðu í Þingeyjarsveit

Skjálftinn sem varð úti fyrir Flatey á Skjálfanda, upp á fimm á Richter, rétt fyrir klukkan tvö er óvenjulega stór að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Skjálftans varð víða vart en í Þingeyjarsveit nötruðu hús.

Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands.

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú

Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú.

Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám.

Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs

Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi.

Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins.

Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi

Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar.

F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum.

Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins.

Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi

Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn.

Rafmagnslaust í Kjósinni, unnið að viðgerðum

Um kl. 19 fór rafmagn af sunnan Skarðsheiðar og í Kjós, vegna bilunar í aðveitustöðinni Brennimel,  vinnuflokkur fór strax að leita að bilun og gera við,  rafmagn komst á aftur sunnan Skarðsheiðar um kl 21 en hluti af Kjósinni er enn án rafmagns, unnið er að viðgerð og vonast er til að rafmagn komist fljótlega á aftur.

Halldór ætlar að auka norræna samvinnu og styrkja Norðurlöndin

Halldór Ásgrímsson segir það mikilvægt að auka norræna samvinnu til að gera Norðurlöndin sterkari á tímum alþjóðavæðingar. Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í morgun var Halldór valinn næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

628 ár tekur að jafna launamun kynjanna með þessu áframhaldi

Með sama áframhaldi mun taka meira en 600 ár að jafna launamun íslenskra karla og kvenna. Í sameiginlegu frumvarpi leggur stórnarandstaðan til að réttindi Jafnréttisstofu verði stórefld, með það í huga að jafna stöðu kynjanna.

Opinber gjöld Alcan hærri en fram kemur í álagningarskrá

Opinber gjöld Alcan í Straumsvík námu á síðasta ári rúmum 14,2 milljónum Bandaríkjadala og eru því mun hærri en fram kemur í gögnum skattayfirvalda. Þar er Alcan í 8. sæti en samkvæmt sérstökum samningi milli fyrirtækisins og íslenska ríkisisins greiðir Alcan meginþorra sinna skatta beint til fjármálaráðuneytisins og í erlendum gjaldmiðli.

Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana

Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns.

Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu

Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar.

25 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

25 ríki mótmæla á morgun hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni með formlegum hætti. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, mun afhenda mótmælaskjal fyrir hönd ríkjanna í utanríkisráðuneytinu klukkan 10 í fyrramálið.

Eldri borgarar í Reykjavík ósáttir við hækkun gjalda

Félag eldri borgara í Reykjavík lýsir miklum vonbrigðum yfir 9% gjaldskrárhækkun á heimaþjónustu, félagsstarfi, fæði og þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum eldri borgara í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá félaginu að hækkunin muni éta upp leiðréttingu á kjörum eldri borgara vegna verðbólgu sem samþykkt var þann 1. júlí síðastliðinn.

Veik tengsl milli pólskra innflytjenda

Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli.

KB banki borgar 7 milljarða í skatta

Kaupþing banki greiðir nú í fyrsta skipti meira í opinber gjöld en Fjársýsla ríkisins. Bankinn greiðir langhæstu opinberu gjöldin á þessu ári - nærri sjö milljarða króna, rúmum fimm milljörðum meira en í fyrra. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 46% frá síðasta ári.

Þór Jónsson lætur af störfum sem varafréttastjóri NFS

Þór Jónsson varafréttastjóri NFS hefur látið af störfum. Hann sagði í bréfi til starfsmanna að hann hefði ákveðið að halda á önnur mið eftir áralangt starf við fréttamennsku, enda hefði honum boðist starf sem veiti honum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.

Leigubílar geta ekið á sérakreinum Strætó

Leigubílum verður innan skamms heimilt að aka á sérakreinum Strætó. Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila leigubílstjórum akstur á þessum akreinum. Sett er sem skilyrði að leigubílar nýti eingöngu akreinarnar þegar um farþegaflutninga gegn gjaldi er að ræða.

Djúpstraumur sem "hikstaði"

Hafrannsóknarstofnun segir að það hafi ekki verið Golfstraumurinn sem slíkur, sem stoppaði í tíu daga í nóvember árið 2004, heldur djúpstraumur sem hefur engin svipuð áhrif og Golfstraumurinn.

Aðeins á eftir að veiða tvær langreyðar

Hvalur 9 er nú á leið í land með tvær sextíu feta langreyðar. Búið er að skjóta sjö langreyðar af þeim níu sem heimild fékkst til að veiða. Af dýrunum sem hafa verið veidd eru fjórar kýr og þrír tarfar. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, segir að ef veðrið haldist áfram eins og það er nú þá klári þeir kvótann.

Sniglarnir vilja losna við ný vegrið

Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla uppsetningu nýrrar tegundar vegriða. Um er að ræða svokölluð víravegrið og segja Sniglarnir þau stórhættuleg bifhjólafólki. Samtökin skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra að taka nýju vegriðin strax niður.

Stór hluti fiskafla á Sri Lanka spillist

Talið er að 30 til 40% af fiskafla sem veiðist á Sri Lanka spillist frá því fiskurinn er veiddur þar til hann er kominn á borð neytenda. Rýrnun gæða fisks er vandamál í fiskiðnaði á Sri Lanka og er það eitt af þeim verkefnum sem fiskiðnaðurinn tekst nú á við.

Bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi

Haldin verður bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi annað kvöld klukkan átta. Biðja á fyrir vegfarendum sem keyra um Óshlíð og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur á vegasamgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

Hafa kært árásir til lögreglu

Hjónin sem lentu í árás á veitingastað í miðborginni um helgina, þar sem fyrrverandi lögreglumaður réðst að hópi manna sem gerðu tilraun til að nauðga konu hans, hafa kært málið til lögreglu.

Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar

Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það.

KB banki greiðir langhæstu opinberu gjöldin

Kaupþing banki greiðir langhæstu opinberu gjöld allra lögaðila, samkvæmt álagningaskrá Skattstjórans í Reykjavík fyrir þetta ár. Reykjavíkurborg er komin niður í sjötta sæti, en Kópavogsbær er hins vegar hæsti greiðandi í Reykjanesumdæmi.

Sjá næstu 50 fréttir