Innlent

Býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri VG í Reykjavík og Kraga

Emil Hjörvar Petersen.
Emil Hjörvar Petersen.

Emil Hjörvar Petersen gefur kost á sér í 3.-4. sæti fyrir sameiginlegt prófkjör Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Emil leggur stund á nám í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka B.A.gráðu vorið 2007.

Emil er fráfarandi formaður Vinstri grænna í Kópavogi, en hann sinnti formennsku tímabilið 2005-2006. Þar áður hafði hann verið ritari félagsins í tvö ár. Hann stóð að stofnun Ungra vinstri grænna í Kópavogi og var formaður félagsins 2003 - 2005. Einnig var hann varaformaður landsstjórnar Ungra vinstri grænna 2005 - 2006. Hann hefur einnig sinnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, auk þess að skipa 3.sæti á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×