Innlent

Verð á frumlyfjum orðið lægra hér en í Danmörku

MYND/Vísir

Með nýrri lyfjaverðskrá sem tekur gildi í dag er heildsöluverð á frumlyfjum orðin 6,4% lægra hér en í Danmörku. Nýja lyfjaverðskráin er unnin og birt af Lyfjagreiðslunefnd. Þessi niðurstaða er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að Danmörk er það land sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa helst valið sem samanburðarland í opinberri umræðu.

Árið 2004 tókst samkomulag milli fulltrúa framleiðenda frumlyfja og heilbrigðisyfirvalda um aðgerðir til lækkunar á verði frumlyfja hér á landi. Niðurstaðan er sú að lyfjakostnaður ríkisins hefur lækkað umtalsvert. Markmið samkomulagsins frá 2004 var að ná niður lyfjaverði til ríkisins og þykir það hafa tekist með ágætum. "Lyfjakostnaður hér á landi nemur nú um 13% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála. Það hlutfall hefur farið lækkandi, var hátt í 18% fyrir um áratug," segir í fréttatilkynningu frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×