Innlent

Tvær konur á slysadeild eftir árekstur fólksbíls og strætisvagns

Tvær konur voru fluttar á slysadeild eftir töluvert harðan árekstur strætisvagns og fólksbíls á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnasala um 6-leytið í kvöld. Fólksbíllinn var mikið klesstur og þurftu slökkviliðsmenn að beita klippum til að ná ökumanni hans út. Hann var fluttur á slysadeild sem og farþegi í fólksbílnum. Sjö manns sem voru í strætisvagninum sluppu ómeiddir.

Meiðsl þeirra sem fluttar voru á slysadeild voru ekki talin alvarleg.

Lögreglan í Kópavogi segir akstursskilyrði ekki upp á marga fiska og því full ástæða til að fara með fyllstu gát.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×