Innlent

Tveir til viðbótar fallnir á Gaza: stærsta aðgerð Ísraelshers lengi

Ísraelskur hermaður stekkur af skriðdrekanum.
Ísraelskur hermaður stekkur af skriðdrekanum. MYND/AP
Ísraelsk eldflaug grandaði tveimur palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni í kvöld í einu mesta hernaðarátaki Ísraela gegn palestínskum skæruliðum í marga mánuði. Vitni segja að fyrst hafi eldflaug lent á bíl skæruliða en önnur eldflaug hafi komið rétt á eftir og lent á mönnunum tveimur sem nálguðust bílinn til að athuga hvort þar væri einhver sem hægt væri að hjálpa.

Talsmaður ísraelska hersins segir báðar eldflaugaárásirnar hafa beinst gegn skæruliðum sem bera ábyrgð á eldflaugaárás á ísraelsk skotmörk fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×