Undiralda gegn nýjum virkjunum í sveitum Suðurlands 2. nóvember 2006 18:37 Framkvæmdir við þrjár nýjar virkjanir í sveitum Suðurlands gætu hafist á næsta ári, verði ráðist í stækkun álversins í Straumsvík. Vaxandi undiralda virðist meðal heimamanna gegn þessum virkjunum, ekki síst sökum þess að mun meira landi verður sökkt undir lón en upphafleg áform gerðu ráð fyrir.Neðsta virkjunin og sú stærsta verður við Urriðafoss en henni mun fylgja stærsta uppistöðulónið sem nefnt verður Heiðarlón. Holtavirkjun verður við Árnes og þar mun myndast lón sem kennt verður við eyjuna. Efsta virkjunin, Hvammsvirkjun, verður á móts við Skarðsfjall og þar verður til Hagalón.Íbúarnir í nágrenni væntanlegra virkjana sjá að undirbúningur er í fullum gangi. Við eyjuna Árnes, þar sem stífla Holtavirkjunar mun girða fyrir gljúfrið, var verið að bora rannsóknarholu í dag. Bóndinn á næsta bæ hjá, Daníel Magnússon á Akbraut í Holtum, fékk fyrir þremur vikum heimsókn frá fulltrúum Landsvirkjunar sem tilkynntu honum að hann þyrfti senn að fara að flytja. Bærinn hans stendur nefnilega þar sem stöðvarhúsið á að rísa. Daníel er engan veginn sáttur enda búið á jörðinni alla sína tíð. Og systir hans neðar í sveitinni sér fram á að virkjunarlón muni ná upp að sínum bæjarhúsum. Hún sakar Landsvirkjunarmenn og stjórnvöld um að vaða yfir heimamenn á skítugum skónum.Á bænum Herríðarhóli í Ásum sjá þau Arnar Jónsson og Renate Hannemann fram á að fjórðungi af landareigninni verði sökkt. Renate, sem er frá Þýskalandi, telur að margir Íslendingar átti sig ekki á verðmæti landsins sem á að fórna.Bóndinn á Urriðafossi styður framkvæmdirnar og telur marga sveitunga sína sama sinnis, þótt fossinn verði vart svipur hjá sjón þá eftir.Bóndinn á Skeiðháholti á Skeiðum bendir á að fyrirhuguð lón verði mun stærri en kynnt var upphaflega fyrir heimamönnum og umhverfisáhrif þeirra mun meiri. Hann segir að boltinn sé nú í höndum Hafnfirðinga, sem muni ákveða það hvort álverið í Straumsvík verði stækkað. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Framkvæmdir við þrjár nýjar virkjanir í sveitum Suðurlands gætu hafist á næsta ári, verði ráðist í stækkun álversins í Straumsvík. Vaxandi undiralda virðist meðal heimamanna gegn þessum virkjunum, ekki síst sökum þess að mun meira landi verður sökkt undir lón en upphafleg áform gerðu ráð fyrir.Neðsta virkjunin og sú stærsta verður við Urriðafoss en henni mun fylgja stærsta uppistöðulónið sem nefnt verður Heiðarlón. Holtavirkjun verður við Árnes og þar mun myndast lón sem kennt verður við eyjuna. Efsta virkjunin, Hvammsvirkjun, verður á móts við Skarðsfjall og þar verður til Hagalón.Íbúarnir í nágrenni væntanlegra virkjana sjá að undirbúningur er í fullum gangi. Við eyjuna Árnes, þar sem stífla Holtavirkjunar mun girða fyrir gljúfrið, var verið að bora rannsóknarholu í dag. Bóndinn á næsta bæ hjá, Daníel Magnússon á Akbraut í Holtum, fékk fyrir þremur vikum heimsókn frá fulltrúum Landsvirkjunar sem tilkynntu honum að hann þyrfti senn að fara að flytja. Bærinn hans stendur nefnilega þar sem stöðvarhúsið á að rísa. Daníel er engan veginn sáttur enda búið á jörðinni alla sína tíð. Og systir hans neðar í sveitinni sér fram á að virkjunarlón muni ná upp að sínum bæjarhúsum. Hún sakar Landsvirkjunarmenn og stjórnvöld um að vaða yfir heimamenn á skítugum skónum.Á bænum Herríðarhóli í Ásum sjá þau Arnar Jónsson og Renate Hannemann fram á að fjórðungi af landareigninni verði sökkt. Renate, sem er frá Þýskalandi, telur að margir Íslendingar átti sig ekki á verðmæti landsins sem á að fórna.Bóndinn á Urriðafossi styður framkvæmdirnar og telur marga sveitunga sína sama sinnis, þótt fossinn verði vart svipur hjá sjón þá eftir.Bóndinn á Skeiðháholti á Skeiðum bendir á að fyrirhuguð lón verði mun stærri en kynnt var upphaflega fyrir heimamönnum og umhverfisáhrif þeirra mun meiri. Hann segir að boltinn sé nú í höndum Hafnfirðinga, sem muni ákveða það hvort álverið í Straumsvík verði stækkað.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent