Innlent

Stendur við fullyrðingar um uppfærða flokksskrá

Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins stendur við fullyrðingar sínar um að Guðlaugur Þór Þórðarson og framboð hans hafi komist yfir og notað uppfærða flokksskrá, með ólögmætum hætti.

Í fréttum okkar í gær bar Guðlaugur Þór af sér þessar ásakanir en vildi ekki veita viðtal í dag. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri flokksins, sagði í gær að enginn frambjóðendanna hefði átt að fá í hendur uppfærða kjörskrá. Harkan í prófkjörinu og ásakanir á víxl um misnotkun kjörskrár hafa valdið titringi innan Sjálfstæðisflokksins. Sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra í viðtali á Rás 2 í morgun að margir væru með óbragð í munni eftir prófkjör liðinnar helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×