Innlent

Víðtækur fríverslunarsamningur við Færeyjar

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja tók gildi í dag. Hann felur í sér að Ísland og Færeyjar verða sameiginlegt efnahagssvæði og tekur til viðskipta með vöru, þjónustu og landbúnaðarafurðir, sem og til fjárfestinga. Þetta er víðtækasti samningur af þessu tagi sem Íslendingar hafa gert.

Samkvæmt samningnum skulu íslenskir ríkisborgarar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og færeysk fyrirtæki og sömuleiðis Færeyingar vera jafnréttháir Íslendingum hér á landi.

 

Valgerður Sverrisdóttir tilkynnti af þessu tilefni ákvörðun íslenskra stjórnvalda að opna aðalræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum með útsendum starfsmanni á næsta ári, að uppfylltum öllum formskilyrðum. Verður aðalræðismaður Íslands fyrsti útsendi sendierindreki erlends ríkis með aðsetur í Færeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×