Innlent

Bætt meðferð fyrir börn með alnæmi í Malaví

MYND/Skarphéðinn Þórisson
Heilbrigðisyfirvöld í Malaví opnuðu í dag fyrstu nútímavæddu heilsugæslustöðina sem er sérhæfð til að taka á móti börnum með alnæmi. Heilbrigðisráðherra Malaví sagði stöðina, sem er í höfuðborginni Lilongwe, vera vonarneista fyrir þau 83.000 malavísk börn sem áætlað er að séu HIV-smituð eða þjáist af alnæmi. Mörg börn láta lífið árlega í Malaví vegna þess að þau fá ekki meðferð við hæfi.

Börn eru aðeins um 6% þeirra 50.000 Malavímanna sem fá lyfjameðferð á vegum heilbrigðisyfirvalda vegna alnæmis. Íbúar Malaví eru 12 milljónir talsins en áætlað er að um 14% fullorðinna séu HIV-jákvæðir eða með alnæmi. Áætlað er að um ein milljón manna hafi þegar látist úr sjúkdómnum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×