Innlent

Hækkun gjalda vegur að eldri borgurum

Ólafur Ólafsson í Landssambandi eldri borgara segir enn vera vegið að stöðu eldri borgara með hækkuninni nú.
Ólafur Ólafsson í Landssambandi eldri borgara segir enn vera vegið að stöðu eldri borgara með hækkuninni nú.

Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík eru æfir vegna hækkunar þjónustugjalda sem samþykkt var af borgarráði og gerir í einu vetfangi að engu einu hækkun á kjörum þeirra á 11 árum.

Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.

Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.

Í sumar tók gildi leiðrétting á kjörum aldraðra. Sú hækkun kom til vegna verðbólgu og mun hverfa samstundis vegna þessarar hækkunar á gjaldskrá segir Félag eldri borgara í Reykjavík.

Ólafur Ólafsson hjá landssambandi eldri borgara segir hækkunina koma verulega á óvart og ganga þvert á það sem borgarráð hefur gefið til kynna í málefnum aldraðra. Hann segir enn og aftur vera vegið að öldruðum sem í 70% tilfella eru lágtekjufólk, jafnan með mikla skattbyrgði.

Mómæli hafa verið send til borgarráðs og munu félagsmenn funda frekar um málið á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×