Innlent

Mannfall á Gaza í skotbardögum

MYND/AP
Ísraelsk heryfirvöld segja fimm Palestínumenn hafa fallið, þar af þrjá óbreytta borgara þegar þeir réðust gegn atlögu gegn byssumönnum á Gaza-ströndinni í dag. Hamas-liðar lýsa hins vegar átökunum á þann veg að þeirra menn hafi skotið skriðdrekaspilli inn í hóp ísraelskra hermanna og nokkrir þeirra hafi fallið. Ísraelsher nefnir ekkert mannfall í eigin röðum.

Palestínskir embættismenn segja samningaviðræður ganga vel milli andstæðra hreyfinga Fatah, sem er flokkur Abbas forseta, og Hamas, sem nú situr í stjórn. Engar nánari upplýsingar voru gefnar upp, aðrar en að hreyfingarnar væru nálægt því að ná samkomulagi um myndun nýju stjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×