Innlent

Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá

Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur.

Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru. Gísli Freyr og aðrir hefðu lagt þessa gildru þegar þeir unnu að uppfærslu flokksskrár fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Sú skrá er nýrri, og ekki sú sama og stóð öðrum frambjóðendum til boða í prófkjörinu nú. Gísli sagði einnig að framboð Guðlaugs hafi sent Guðfinnu Bjarnadóttur skránna í tölvupósti.

Kjartan Gunnarsson fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segist ekki vera kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum öðrum frambjóðendum til boða. Hann sagðist ekki vita hvort Guðlaugur hafi komist yfir aðra skrá en þá sem aðrir hafi haft aðgang að.

Í yfirlýsingu frá Guðlaugi Þór segir: "Ávirðingar Gísla Freys hafa komið fram áður. Að beiðni þeirra sem stjórnuðu úthringingum fyrir framboð mitt, voru þessar ávirðingar rannsakaðar af starfsfólki Valhallar. ... Þess má geta að Gísli Freyr var kosningastjóri Birgis Ármannssonar og er stuðningsmaður Björns Bjarnasonar og hafði alla möguleika á að koma fram með athugasemdir og tilmæli á umræddum fundi ef hann hefði kosið svo."

Ávirðingar Gísla Freys hafa komið fram áður. Að beiðni þeirra sem stjórnuðu úthringingum fyrir framboð mitt, voru þessar ávirðingar rannsakaðar af starfsfólki Valhallar. ... Þess má geta að Gísli Freyr var kosningastjóri Birgis Ármannssonar og er stuðningsmaður Björns Bjarnasonar og hafði alla möguleika á að koma fram með athugasemdir og tilmæli á umræddum fundi ef hann hefði kosið svo."

Í tölvupósti sem Andri Óttarsson tilvonandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sendi öllum frambjóðendum eftir úttekt á skrám framboðs Guðlaugs Þórs segir: "Ekkert kom fram í þeirri úttekt sem bendir til þess að misnotkun á upplýsingum hafi átt sér stað."

Kjartan segir málefni um flokksskrár verði tekin til endurskoðunar hjá flokknum, reglur verði hertar og íhugað hvort skrárnar verði afhentar fyrir næstu prófkjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×