Innlent

Útiloka ekki stærri skjálfta á Norðurlandi

Öflugur jarðskjálfti varð á Norðurlandi laust fyrir klukkan tvö í dag. Kaffibrúsar dönsuðu á eldhúsborðum Þingeyinga en ekki er vitað um tjón. Jarðvísindamenn útiloka ekki enn stærri skjálfta.

Um tíu kílómera suðaustur af Flatey á Skjálfanda, leystist mikil orka úr læðingi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Jarðskjálftinn mældist um 5 á Richter en upptök hans eru á kunnu skjálftasprungusvæði að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Íbúar víða á Norðurlandi fundu skjálftann greinilega. Í Þingeyjarsveit segir kona að kaffibrúsar hafi dansað á eldhúsborðinu og Akureyringar og Húsvíkingar fundu skjálftann greinilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×