Innlent

Spá lítils háttar hækkun húsnæðisverðs á næsta ári en 8% árið 2008

Framboð á nýju húsnæði er einn helsti óvissuþátturinn í útreikningum Glitnis, sem og hugsanleg hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs.
Framboð á nýju húsnæði er einn helsti óvissuþátturinn í útreikningum Glitnis, sem og hugsanleg hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs. MYND/Gunnar V. Andrésson

Greining Glitnis spáir 1% hækkun á fasteignaverði árið 2007 og að íbúðaverð taki síðan kipp árið 2008 og hækki um heil 8%. Spálíkanið sem skilar þessari niðurstöðu byggir meðal annars á þróun kaupmáttar, fjármagnskostnaðar og framboðs á húsnæðismarkaði á næstunni.

Greiningardeildin býst við að með lækkun matarskatta á fyrri hluta næsta árs muni kaupmáttur aukast auk þess sem það hægi á verðbólgunni. Þá er gert ráð fyrir því að engin aukning verði í framboði á nýju húsnæði á næsta ári og að framboðið dragist saman árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×