Innlent

Illa haldið á fjármunum borgarinnar

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. MYND/Heiða Helgadóttir

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, Dagur B. Eggertsson, segir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna hafa samið af sér við sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. "Verðið sem fæst fyrir fyrirtækið er fjarri því að vera ásættanlegt, greiðsluformið er vont og fyrirvarar um einkavæðingu halda ekki," segir í tilkynningu sem Dagur sendi frá sér í dag.

Á fundi borgarráðs í dag létu fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði bóka ítarlegar athugasemdir. Dagur segir verðið sem samið var um nú vera svipaða tölu og allir borgarfulltrúar töldu óviðunandi þegar slitnaði upp úr sams konar viðræðum í valdatíð R-lista fyrir 9 mánuðum.

Bókun Samfylkingarinnar í borgarráði má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×