Fleiri fréttir

Hlíðarfjall opið í dag

Hlíðarfjall verður opið í dag til klukkan fimm. Flestar lyftur og skíðleiðir verða opnaren skíðafæri er mjög gott, púðursnjór og troðinn púðursnjór. Göngubrautin er einnig troðin. Aðstæður líta því vel út fyrir páska og Andrésar andarleikana sem verða í lok apríl.

Tvenn fíkniefnamál á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann 15 grömm af amfetamíni á manni við venjubundið eftirlit í gærdag. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi var gerð húsleit í húsi á Akranesi þar sem tveir menn voru handteknir. Fíkniefni fundust á öðrum þeirra og einnig tæki til neyslu fíkniefna sem gerð voru upptæk. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum og málið telst upplýst.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna meints elds í flugvél

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að flugmaður flugvélar frá bandaríska flugfélaginu North West sem var með 277 manns innanborðs tilkynnti um að ljós hefði kviknað í vélinn sem gæfi til kynna að eldur væri í farangursrými.

Segja ummæli Dags um Sundabraut óásættanleg

B-listinn í Reykjavík gagnrýnir harðlega yfirlýsingu Dags. B. Eggertssonar um að betra væri að leggja Sundabraut alla í einum áfanga en hafa hana einfalda og segja óásættanlegt að formaður skipulagsráðs skuli leggja slíkt til.

Salerni fatlaðra eru ekki geymslur!

Nokkuð hefur borið á því að salerni fyrir fatlaða á veitingastöðum og kaffihúsum hafa verið læst og notuð sem vörugeymslur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Klifurs, fréttablaði Sjálfsbjargar. Þetta er óásættanleg framkoma og móðgun við fatlaða, að mati Sjálfsbjargar.

Aldinn höfðingi allur

Ein elsta risaskjaldbaka í heimi lést í dýragarðinum í Kalkútta á Indlandi í gær. Skjaldbakan var gæludýr breska hershöfðingjans Roberts Clives sem bjó á Indlandi um miðja átjándu öldina og því óhætt að ætla að aldur hennar hafi verið um 250 ár.

Allir í verkfall

Enginn árangur varð af fundi Dominiques de Villepins, forsætisráðherra Frakka með verkalýðsleiðtogum, ráðherrann neitar enn staðfastlega að draga lögin til baka og því stefnir allt í allsherjarverkföll í Frakklandi í næstu viku. Verkalýðsfélögin hafa lýst því yfir að ekki verði hætt við verkföllin nema að uppfylltu því skilyrði að lögin taki ekki gildi.

Eldur í potti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað upp í Breiðholt upp um sex-leytið. Þar hafði kviknað í út frá potti sem gleymst hafði að slökkva undir. Heimilisfólkið náði þó að slökkva eldinn en slökkviliðið ræsti út reykinn sem hafði fyllt íbúðina.

Bílvelta og árekstur við Smáralind

Sendiferðabíll valt út af Reykjanesbraut, til móts við Smáralind, rétt upp úr fimm í dag. Bíllinn fór út af veginum, valt og rúllaði svo aftur á veginn þar sem ökumaður fólksbíls náði ekki að stöðva bifreið sína og keyrði á sendferðabílinn.

Krummar krunka í Reykjavík

Krummum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Ástæða þess er kuldakastið sem gengið hefur yfir en þá leita þeir til byggða eftir einhverju ætilegu. Krummar geta verið boðberar válegra tíðinda. Og líka góðra tíðinda ef svo ber undir.

Lítill varnarviðbúnaður undanfarin ár

Undanfarin tvö ár hafa engir landgönguliðar verið til staðar í herstöðinni í Keflavík, eingöngu herlögregla með lágmarksþjálfun, auk orrustuþotuflugmanna sem skiptast á vöktum á nokkurra vikna fresti. Varnir landsins hafa því ekki verið öflugar undanfarin tvö ár.

Búast við verðbólgubombu

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir verulegri aukningu á verðbólgu bráðlega. Í Vegvísinum er gert ráð fyrir að verðbólga á seinnihluta ársins geti orðið 7-8% ef gengisvísitalan helst á svipuðu róli.

Frambjóðendur fyrir svörum

Borgarstjórnarframbjóðendur sitja fyrir svörum á þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur í fyrramálið. Meðal umræðuefna verða uppbygging íþróttamannvirkja og skólalóða, hlutverk íþrótta sem forvarnarstarfs og rekstrarstyrkir vegna barna og unglingastarfs.

Bílvelta við Smáralind

Bíll valt við Smáralind um tíu mínútur yfir fimm. Slökkviliðið vinnur nú að því að hreinsa upp olíu sem lak frá bílnum en ekki urðu teljandi slys á fólki. Nánari upplýsingar eru væntanlegar bráðlega.

Krónan veiktist um 2,75% í dag

Krónan náði sér ekki á strik eftir skarpa lækkun í morgun. Gengisvísitalan hækkaði um 2,75% og stóð í 123 stigum við lokun markaða. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum KBbanka. Að öllum líkindum voru það fréttir af uppsögn skuldabréfa bankanna sem höfðu þessi áhrif á gengið og vógu þar þyngra en jákvæðar greiningar erlendra greiningardeilda sem birtust í dag.

Burðarþolið kannað

Hún var ekki stór í sniðum brúin sem mældist með mesta burðarþolið í brúarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem haldin var í dag. Fjöldi nema tók þátt í keppninni sem er hluti af námi þeirra.

Utanríkisráðherra á faraldsfæti

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hefur verið á faraldsfæti síðan fregnir af brotthvarfi Bandaríkjahers bárust í síðustu viku. Hann hefur nú rætt stöðu mála við starfsbræður sína í Frakklandi og Rússlandi og stefnan er næst tekin á Þýskaland.

7 mánuðir fyrir að bíta lögreglumann

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann til blóðs í höndina og hótað honum smiti af lifrarbólgu C, sem ákærði er smitaður af. Einnig var stefndi dæmdur til að greiða lögreglumanninum skaðabætur vegna ótta síðarnefnda um að hann hefði smitast af sjúkdómnum.

Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Nígeríumönnunum

Nígeríumennirnir tveir sem verið hafa í gæsluvarðhaldi frá því á föstudaginn síðasta voru nú síðdegis úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til tveggja vikna. Mennirnir voru handteknir er þeir hugðust yfirgefa landið með hundrað þúsund evrur í peningum en þeir höfðu verið stöðvaðir við komuna til landsins deginum áður með búnað til peningafölsunar.

Vilja sjá öldrunarmálefni hjá sveitarfélögum

Samtökin 60+ í Hafnarfirði krefjast þess að málefni eldri borgara verði færð frá ríki til sveitarfélaga og að velferðarmál verði sameinuð undir einu ráðuneyti. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna síðastliðna helgi.

Fréttir úr Norðurhöfum

Nýr alþjóðlegur fréttavefur flytur fréttir og upplýsingar frá Barentshafinu. Vefgáttin er samstarfsverkefni norska ríkisútvarpsins NRK, sænska ríkisútvarpsins og TV Murman í Múrmansk. Norskir, sænskir og rússneskir blaðamenn skrá fréttir inn á vefinn daglega.

Forseti Íslands við útför Lennarts Meri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur útför Lennarts Meri, fyrrverandi forseta Eistlands á sunnudaginn. Meri er minnst í Eistlandi og víðar fyrir þrotlausa baráttu fyrir lausn Eystrasaltslandanna undan Sovétríkjunum. Hann var forseti Eistlands á árunum 1992 til 2001.

Leyfum fólkinu að koma til okkar

Frjálshyggjufélagið hvetur ríkisstjórn Íslands til að nýta ekki aðlögunarfrest vegna frjálsrar farar launafólks frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Aðlögunarfresturinn heimilar tímabundnar hömlur á aðgengi vinnuafls frá hinum nýju aðildarríkjum ESB að íslenskum vinnumarkaði.

Deilt um form aðgangs að íslenskum vinnumarkaði

Ágreiningur er uppi um hvort veita eigi launafólki frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins aðgang að íslenskum vinnumarkaði. Íslensk yfirvöld þurfa að taka ákvörðun í málinu innan fimm vikna.

Samkynhneigðir geta brátt skráð sig í sambúð í þjóðskrá

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að verja einni og hálfri milljón króna til að fjármagna breytingar á grunnforritum Hagstofunnar svo hægt sé að skrá samkynhneigða í sambúð í þjóðskránni. Ráðgert er að kerfisbreytingunni verði lokið þegar frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra verður að lögum.

Silvía lak

Myndband við evróvisjónlag Silvíu Nætur er komið út, - óformlega. Til stóð að frumsýna myndbandið í kvöld en, líkt og með lag Silvíu, lak myndbandið á netið fyrr en til stóð og gengur nú manna á millum.

Þyrlur verða fengnar á leigu

Óhjákvæmilegt er að leysa skort á þyrlukosti Landhelgisgæslunnar í tveimur áföngum, eftir að þyrlur varnarliðsins hverfa á brott fyrir septemberlok: Til bráðabirgða með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir, og til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér í dag.

Varnarsamstarfið rætt hér á landi eftir viku

Ákveðið hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið fari fram í Reykjavík næstkomandi föstudag, 31. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu.

Krónan lækkar og hlutabréf í bönkunum

Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið eins lág og nú síðan um miðjan nóvember árið 2004. Krónan hefur lækkað um rúm þrjú prósent á síðastliðinni viku.

Æfa viðbrögð við Kötluvá

Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl.

Gljúfrasteinn opnaður á ný

Laxnes safnið að Gljúfrasteini hefur verið opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Verið er að klára eldhúsið en það hefur hingað til ekki verið til sýnis.

Leysa skuldabréf sín út

Talsmenn stóru bankanna segjast alltaf hafa gert sér grein fyrir því að peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum kynnu að vilja innleysa skuldabréf sín í íslenskum bönkum fyrr en bankarnir hefðu vænst, eins og nú er að gerast.

Líklega áfram í gæsluvarðhaldi

Allar líkur eru á að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur Nígeríumönnum sem handteknir voru á leið úr landi með yfir átta og hálfa milljón króna í reiðufé í síðustu viku. Talið er að um sé að ræða fjársvikamál sem tengist tölvupóstsendingum.

Rúmbotnar afturkallaðir

IKEA á Íslandi hefur afturkallað botna á barnarúmum af gerðinni Tassa eða Sniglar sem eru af stærðinni 55cm x 112cm, hafa verið seld frá því í ágúst 2005 og bera merkinguna "ID NO 15333" og "Made in Poland" á rúmbotninum.

Fimm íslensk fyrirtæki á nýjan vísitölulista

Fimm íslensk fyrirtæki komast inn á nýjan sameiginlegan vísitölulista kauphallanna í Reykjavík, Oslo, Stokkholmi, Kaupmannahöfn og Helsinki, sem stofnaðir verða upp úr næstu mánaðamótum.

Yfirtökutilboð Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group

Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið.

Keppni í kynþokka á Vestfjörðum

Leitin af kynþokkafyllasta Vestfirðingnum stendur nú yfir en 60 einstaklingar hafa fengið tilnefningu. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að eftir helgi verði tilkynnt hvaða fimm karlar og fimm konur hafa hlotið flestar tilnefningar og verður kosið á milli þeirra.

Mun fleiri konur atvinnulausar á Vestfjörðum

Konur eru í miklum meirihluta atvinnulausra á Vestfjörðum samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að 62 konur og tíu menn séu á atvinnuleysisskrá en atvinnulausum karlmönnum hefur fækkað úr 17 frá því í byrjun mars.

Aðgerðaráætlun fyrir Langjökul

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir í Árnes-, Húnavatns- Borgarfjarðar og Mýrasýslum undirrituðu í gær aðgerðaráætlun fyrir Langjökul. Tilgangur hennar er að gera allt leitar-og björgunarstarf markvissara með því að ákveða fyrirfram boðun björgunarsveita, stjórnun og leitarskipulag.

Tilboð hærri en búist var við

Tilboð frá aðal miðlurum voru hærri en búist var við og hærri en tilboð á eftirmarkaði þegar útboð Lánasýslu ríkisins fór fram á miðvikudag, og því ákvað Lánasýslan að hafna öllum tilboðum að þessu sinni, segir í tilkynningu frá Lánasýslunni.

Sinueldur við Hafravatnsveg

Kveikt var í sinu við Hafravatnsveg í Reykjavík í gærkvöldi og logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn endanlega, en slökkviliði tókst að fljótt að hefta útbreiðslu eldsins.

Á heimleið með fullfermi af kolmunna

Tvö íslensk fjölveiðiskip eru nú á landleið af Írlandsmiðum með yfir tvö þúsund tonn af kolmunna hvort skip en heimsiglingin tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa. Kolmunninn er nú á norðurleið inn í færeysku lögsöguna og eru vonir bundnar við að hann gangi svo í miklum mæli inn í íslensku lögsöguna í vor.

Króuðu kófdrukkinn ökumann af

Lögreglumenn á þremur bílum náðu að króa af og stöðva kófdrukkinn ökumann sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði mælst á rösklega hundrað kílómetra hraða á Sæbraut í nótt.

Sögðu upp skuldabréfum íslensku bankanna

Peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa sagt upp fimm ára skuldabréfum sem þeir hafa keypt af íslenskum viðskiptabönkum fyrir hátt í hundrað milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir