Innlent

Tilboð hærri en búist var við

MYND/Gunnar V. Andrésson
Tilboð frá aðal miðlurum voru hærri en búist var við og hærri en tilboð á eftirmarkaði þegar útboð Lánasýslu ríkisins fór fram á miðvikudag, og því ákvað Lánasýslan að hafna öllum tilboðum að þessu sinni, segir í tilkynningu frá Lánasýslunni.

Þar segir enn fremur að þetta stafi líklega af óvissu á markaði vegna nýbirtra, og að sumu leiti villandi skýrslna um íslenskt efnahagslíf. Lánasýslan telur að skýrslurnar hafi valdið fjárfestum erfiðleikum við að mynda sér skoðun á efnahagslífinu, og að viðbrögð þeirra séu líklega tímabundin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×