Innlent

Hæstiréttur þyngdi dóm yfir frönskum manni

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Valgarður Gíslason

Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir frönskum manni sem tók dóttur sína frá barnsmóður sinni og fór með hana til Frakklands árið 2001 og hélt henni þar.

Móðirin fór þá með forsjá dótturinnar til bráðabirgða og var foreldrum bannað að fara með dóttur sína úr landi. Í febrúar dæmdi héraðsdómur manninn í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni hálfa milljón í miskabætur.

Hæstiréttur þyngdi dóminn í gær um fjóra mánuði og til að greiða jafn mikið í miskabætur. Auk þess er manninum gert að greiða allan málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×