Innlent

Króuðu kófdrukkinn ökumann af

MYND/Páll
Lögreglumenn á þremur bílum náðu að króa af og stöðva kófdrukkinn ökumann sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði mælst á rösklega hundrað kílómetra hraða á Sæbraut í nótt. Skömmu síðar var annar ölvaður ökumaður stöðvaður á rúmlega hundrað kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut og svo var einn tekinn á 140 á Sæbrautinni og sviptur ökuréttindum á staðnum. Þá var einn tekinn á rösklega 120 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi í gærkvöldi þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann var réttindalaus.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×