Fleiri fréttir Samráðsfundur fulltrúa verkalýðsfélaga á suðurnesjum Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjarnesbæ segir að taka þurfi fljótt og örugglega á atvinnumálum Íslendinga sem vinna hjá varnarliðinu. 23.3.2006 21:56 Brá þegar flugvél reisti sig fyrirvaralaust Farþegum í síðdegisflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn í gær, var brugðið þegar vélin reisti sig fyrirvaralaust. Flugmaðurinn tilkynnti að önnur flugvél hefði stefnt á móti í sömu flughæð. 23.3.2006 21:49 Skrifað undir samkomulag um aðgerðaáætlun Skrifað var undir samkomulag um nýja aðgerðaáætlun í björgunarmálum á Langjökli í dag. Það gerðu björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir í Árnes-, Bogarfjarðar- og Mýrar- og Húnavatnssýslu en jökullinn er í umdæmi þeirra allra. 23.3.2006 19:51 Kosningafundur á Kjalarnesi í kvöld Búist er við snörpum átökum á kosningafundi á Kjalarnesi í kvöld, en Kjalnesingar telja sig búa við lakari aðstöðu en aðrir Reykvíkingar. Þangað hefur verið stefnt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor og verður bein útsendinga frá fundinum á NFS upp úr klukkan átta. Þar munu borgarstjóraefni meðal annars takast á. 23.3.2006 19:19 Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið. 23.3.2006 18:27 Sjávarútvegsráðherra ræddi við breskan starfsbróður sinn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í dag fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í kjölfar heimsóknar til helstu markaðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og matvælaframleiðslu. 23.3.2006 17:30 Útboðið mistókst ekki Lánasýsla ríkisins harmar það sem hún kallar neikvæðan fréttaflutning um nýlegt útboð ríkisbréfa og hafnar öllum fullyrðingum um að það hafi mistekist. 23.3.2006 17:15 Geir í Moskvu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Fundurinn stendur fram á laugardag. 23.3.2006 16:45 Rafrænar sjúkraskrár geta skipt sköpum Bætt læknismeðferð vegna rafrænna sjúkraskráa getur bjargað mannslífum sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir á ráðstefnu um rafrænar sjúkraskrár í dag. 23.3.2006 16:34 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 23.3.2006 16:26 Byrjað á hátt í 1300 íbúðum í borginni í fyrra Hafin var smíði á hátt í þrettán hundruð íbúðum í borginni á síðasta ári sem er met eftir því sem fram kemur í skýrslu byggingarfulltrúa sem kynnt var í borgarráði í dag. 23.3.2006 16:01 ESSO hækkar bensínverðið ESSO hefur hækkað bensínverð sitt um 2,50 krónur á lítrann og dísil um 1,50 krónur á lítrann. Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er nú 117,40 krónur. Samkvæmt vefjum hinna olíufélaganna fjögurra er algengt verð bensínlítrans á bilinu 113 til 115 krónur. 23.3.2006 15:51 Mannréttindaskrifstofa fær rúman helming styrktarfjár Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk rúmlega helming þess fjár sem dómsmálaráðherra úthlutaði í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. 23.3.2006 15:41 Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 23.3.2006 15:30 Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrði hafnar innan tíu daga. 23.3.2006 15:16 Ölvunarakstur algeng ástæða banaslysa Ölvunarakstur orsakaði flest banaslys í umferðinni á síðasta ári og flest umferðarslys urðu í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys. Meirihluti umferðarslysa verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis eða helmingi fleiri en verða milli átta og níu á morgnana. 23.3.2006 14:53 Garðplöntubændur hundóánægðir Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót. 23.3.2006 13:15 Meirihlut kjósenda Samfylkingar vill aðildarviðræður við ESB Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Athygli vekur að ríflega þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er sama sinnis og aðeins um helmingur kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn aðildarviðræðum. 23.3.2006 13:15 Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins. Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað. 23.3.2006 13:00 Útilokar ekki flutning höfuðstöðva KB banka úr landi Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segist ekki útiloka þann möguleika að höfuðstöðvar bankans verði fluttar úr landi, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það. 23.3.2006 12:45 Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað Formaður Rafiðnaðarsambandsins segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum. 23.3.2006 12:30 20 prósent nefnda bara skipaðar körlum Ráðherrar hafa skipað nær 1.600 manns í nefndir síðan í nóvember 2004, að meðaltali um hundrað í hverjum mánuði. Fimmta hver nefnd er aðeins skipuð körlum. 23.3.2006 12:15 Samgönguáætlun endurskoðuð nú þegar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að fjármagn til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. 23.3.2006 12:00 Vilja húsnæðið fyrir félagsstarf aldraðra Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, að því er Víkurfréttir greina frá. 23.3.2006 11:59 Heilsársvegur um Dettifoss Heilsársvegur verður lagður framhjá Dettifossi innan skamms. Vegurinn verður 50 km langur vestan Jökulsár á Fjöllum og mun kosta um einn milljarð króna. Fyrirhugað var að vegurinn yrði boðinn út í maí næstkomandi en nú hefur komið á daginn að fara þarf í gegnum sérstakt skipulagsferli vegna þess að svæðið er friðað. Þetta mun seinka fyrirætlunum eitthvað. Vegurinn mun liggja um Skútustaðahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduneshrepp í Norður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt frummatsskýrslu telst hann mikil bót í ferðaþjónustu en mikil sjónmengun hefur orðið af ryki frá núverandi malarvegi, sérstaklega í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þá hefur aðeins verið fært um þessar slóðir hluta úr árinu. Árið 2000 var ársdagsumferð á núverandi vegi norðan Dettifoss 101 bíll á dag en sunnan Dettifoss 79 bílar á dag. Framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum en fyrstu athuganir benda til að umhverfisáhrif verði ekki veruleg. Þó má nefna að framkvæmdin hefur neikvæð áhrif á landnotkun, menningarminjar, gróður, fugla, jarðmyndanir og landslag. Markmið framkvæmdarinnar er að stuðla að farsælli þróun og vaxandi ferðamennsku á svæðinu. Styrkja byggðalög í Þingeyjarsýslum með bættu vegasambandi milli byggðakjarna. Þá mun nýr vegur bæta samgöngur og umferðaröryggi. Vegurinn verður byggður í þremur hlutum. Heildarkostnaður er um einn milljarður króna og er vegurinn kominn á sangönguáætlun. Vonast er til að hann verðir boðinn út í sumar eða haust og framkvæmdir hefjist skömmu seinna. 23.3.2006 11:30 Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju. 23.3.2006 11:20 Slökktu eld með snarræði Íbúar í húsi við Reynigrund í Kópavogi náðu með snarræði að slökkva eld sem gaus upp í uppþvottavél, áður en hann næði að breiða sig um húsið. Slökkvilið kom á vettvang og reykræsti húsið, en litlar skemmdir urðu af eldinum sjálfum. 23.3.2006 09:15 Ráðist á leigubílstjóra í nótt Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu. 23.3.2006 08:30 Bíll hafnaði ofan í fjöru Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum. 23.3.2006 08:00 Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi óttast nú um hag sinn, að sögn Jótlandspóstsins. 23.3.2006 07:45 Óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar lamist Rafiðnaðarsambandið óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar kunni að lamast við brotthvarf Varnarliðsins og bendir á að allt rafkerfið á Vellinum sé keyrt í gegn um spenna Varnarliðsins. 23.3.2006 07:15 Kjaranefnd ákvarði laun embættismanna Stjórnarfrumvarp til laga um kjararáð verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Í því er gert ráð fyrir að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og mun það ákveða laun forseta, ráðherra, þingmanna og dómara. Nefnd allra þingflokka sem ríkistjórnin skipaði 30. janúar síðast, til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd skilaði inn niðustöðum sínum í gærkvöldi. 22.3.2006 22:37 Skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar um flugvöll Skiptar skoðanir eru um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að víkja úr Vatnsmýrinni, en skoðanirnar grundvallast þó ekki á því hvort um er að ræða landsbyggðarþingmenn eða þingmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram umræðum um staðsetningu sjúkraflugvéla í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 22.3.2006 22:30 Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. 22.3.2006 22:15 Vill að Ísland lögfesti barnasáttmálann Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að Ísland lögfesti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var árið 1992. Þetta myndi þýða umfangsmiklar lagabreytingar þar sem misræmi er á milli sáttmálans og íslenskra laga. 22.3.2006 22:13 Pólverji áfram í gæsluvarðhaldi fyrir austan Gæsluvarðhald yfir Pólverja, sem handtekinn var með fíkniefni á Seyðisfirði 7. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 19. apríl. Þrjú kíló af hassi og nærri fimmtíu grömm af kókaíni fundust við tolleftirlit í bíl hans við komu Norrænu til Seyðifjarðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. 22.3.2006 22:05 Umfjöllun um matvælaverð ósanngjörn Ekki er sanngjarnt að segja að matvöruverslanir hriði gengishagnað af neytendum eins og Blaðið hélt fram í umfjöllun sinni um matvælaverð nú fyrir skömmu. Þetta segja Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök verslunar og þjónustu í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér. 22.3.2006 22:00 Samfylkingarmenn hlynntastir aðild að Evrópusambandinu Meirihluti Framsóknarmanna og Samfylkingarmanna vilja að Íslendingar taki upp aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Eins við greindum frá í fréttum okkar fyrr í dag þá eru tæplega fjörtíu og eitt prósent landsmanna hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Þegar við skoðum hins vegar hvernig hlutfallið skitpist eftir því hvaða flokk fólk ætlar að kjósa kemur í ljós að Samfylkingarmenn eru hlynntastir aðild að sambandinu. 22.3.2006 21:10 Lyf og heilsa varast að selja karlmönnum daginn-eftir-pillu Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni. 22.3.2006 20:10 Dagsbrún er allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi segir Lýður Guðmundsson Aðalfundur Símans hf. var haldinn í dag á Nordica hótel og sagði Lýður Guðmundsson, Stjórnarmaður félagsins að Dagsbrún, móðurfélag 365 og Vodafone, sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. 22.3.2006 19:42 Löggan ræðir við grunnskólabörn Foreldrar mörg hundruð reykvískra skólabarna hafa að undanförnu fengið bréf frá lögreglunni, með boði um viðtöl á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þetta er liður í víðtæku forvarnarátaki, þar sem reynt er að kortleggja hvort og hvernig eiturlyf standa grunnskólabörnum til boða. 22.3.2006 19:17 Ungmenni fá hvorki matar- né kaffitíma Dæmi eru um að íslensk ungmenni vinni tíu til tólf klukkustunda vaktir í verslunum og stórmörkuðum, án lögbundinna matar- og kaffitíma. Tugir slíkra mála koma á borð VR á hverju ári. 22.3.2006 19:10 Alcoa ræður ferðinni Alcoa hefur ekki skilað matsskýrslu vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði en fyrirtækið ætlaði að skila henni ekki síðar en í nóvember. Framkvæmdir við álverið halda ótruflaðar áfram. Skipulagsstjóri segir fyrirtækið ráða því hvenær það skili skýrslunni. 22.3.2006 19:01 2.600 manna hugbúnaðar-, fjölmiðlunar- og fjarskiptafyrirtæki í burðarliðnum Dagsbrún, sem á og rekur Og Vodafone og 365 miðla, hefur keypt meirihluta í Kögun, einu stærsta upplýsinga-tækni-fyrirtæki landsins, fyrir tæplega sjö og hálfan milljarð króna. Fyrir voru Bakkavararbræður ráðandi í Kögun, í gegnum fyrirtæki sín, Símann og Exista. Þeim verður gert yfirtökutilboð innan mánaðar. 22.3.2006 18:57 Þakklátur fyrir að vera lífi Tvítugur ökumaður, sem velti bíl sínum á Kringlumýrarbraut á sunnudag, er þakklátur fyrir að vera á lífi og segir slysið hafa kennt sér að nota bílbelti í framtíðinni.Hann missti stjórn á bíl sínum, þegar hann keyrði norður Kringlumýrarbraut og lenti á brúarstólpa göngubrúarinnar. 22.3.2006 18:56 Sjá næstu 50 fréttir
Samráðsfundur fulltrúa verkalýðsfélaga á suðurnesjum Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjarnesbæ segir að taka þurfi fljótt og örugglega á atvinnumálum Íslendinga sem vinna hjá varnarliðinu. 23.3.2006 21:56
Brá þegar flugvél reisti sig fyrirvaralaust Farþegum í síðdegisflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn í gær, var brugðið þegar vélin reisti sig fyrirvaralaust. Flugmaðurinn tilkynnti að önnur flugvél hefði stefnt á móti í sömu flughæð. 23.3.2006 21:49
Skrifað undir samkomulag um aðgerðaáætlun Skrifað var undir samkomulag um nýja aðgerðaáætlun í björgunarmálum á Langjökli í dag. Það gerðu björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir í Árnes-, Bogarfjarðar- og Mýrar- og Húnavatnssýslu en jökullinn er í umdæmi þeirra allra. 23.3.2006 19:51
Kosningafundur á Kjalarnesi í kvöld Búist er við snörpum átökum á kosningafundi á Kjalarnesi í kvöld, en Kjalnesingar telja sig búa við lakari aðstöðu en aðrir Reykvíkingar. Þangað hefur verið stefnt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor og verður bein útsendinga frá fundinum á NFS upp úr klukkan átta. Þar munu borgarstjóraefni meðal annars takast á. 23.3.2006 19:19
Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið. 23.3.2006 18:27
Sjávarútvegsráðherra ræddi við breskan starfsbróður sinn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í dag fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í kjölfar heimsóknar til helstu markaðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og matvælaframleiðslu. 23.3.2006 17:30
Útboðið mistókst ekki Lánasýsla ríkisins harmar það sem hún kallar neikvæðan fréttaflutning um nýlegt útboð ríkisbréfa og hafnar öllum fullyrðingum um að það hafi mistekist. 23.3.2006 17:15
Geir í Moskvu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Fundurinn stendur fram á laugardag. 23.3.2006 16:45
Rafrænar sjúkraskrár geta skipt sköpum Bætt læknismeðferð vegna rafrænna sjúkraskráa getur bjargað mannslífum sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir á ráðstefnu um rafrænar sjúkraskrár í dag. 23.3.2006 16:34
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 23.3.2006 16:26
Byrjað á hátt í 1300 íbúðum í borginni í fyrra Hafin var smíði á hátt í þrettán hundruð íbúðum í borginni á síðasta ári sem er met eftir því sem fram kemur í skýrslu byggingarfulltrúa sem kynnt var í borgarráði í dag. 23.3.2006 16:01
ESSO hækkar bensínverðið ESSO hefur hækkað bensínverð sitt um 2,50 krónur á lítrann og dísil um 1,50 krónur á lítrann. Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er nú 117,40 krónur. Samkvæmt vefjum hinna olíufélaganna fjögurra er algengt verð bensínlítrans á bilinu 113 til 115 krónur. 23.3.2006 15:51
Mannréttindaskrifstofa fær rúman helming styrktarfjár Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk rúmlega helming þess fjár sem dómsmálaráðherra úthlutaði í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. 23.3.2006 15:41
Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 23.3.2006 15:30
Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrði hafnar innan tíu daga. 23.3.2006 15:16
Ölvunarakstur algeng ástæða banaslysa Ölvunarakstur orsakaði flest banaslys í umferðinni á síðasta ári og flest umferðarslys urðu í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys. Meirihluti umferðarslysa verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis eða helmingi fleiri en verða milli átta og níu á morgnana. 23.3.2006 14:53
Garðplöntubændur hundóánægðir Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót. 23.3.2006 13:15
Meirihlut kjósenda Samfylkingar vill aðildarviðræður við ESB Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Athygli vekur að ríflega þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er sama sinnis og aðeins um helmingur kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn aðildarviðræðum. 23.3.2006 13:15
Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins. Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað. 23.3.2006 13:00
Útilokar ekki flutning höfuðstöðva KB banka úr landi Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segist ekki útiloka þann möguleika að höfuðstöðvar bankans verði fluttar úr landi, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það. 23.3.2006 12:45
Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað Formaður Rafiðnaðarsambandsins segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum. 23.3.2006 12:30
20 prósent nefnda bara skipaðar körlum Ráðherrar hafa skipað nær 1.600 manns í nefndir síðan í nóvember 2004, að meðaltali um hundrað í hverjum mánuði. Fimmta hver nefnd er aðeins skipuð körlum. 23.3.2006 12:15
Samgönguáætlun endurskoðuð nú þegar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að fjármagn til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. 23.3.2006 12:00
Vilja húsnæðið fyrir félagsstarf aldraðra Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, að því er Víkurfréttir greina frá. 23.3.2006 11:59
Heilsársvegur um Dettifoss Heilsársvegur verður lagður framhjá Dettifossi innan skamms. Vegurinn verður 50 km langur vestan Jökulsár á Fjöllum og mun kosta um einn milljarð króna. Fyrirhugað var að vegurinn yrði boðinn út í maí næstkomandi en nú hefur komið á daginn að fara þarf í gegnum sérstakt skipulagsferli vegna þess að svæðið er friðað. Þetta mun seinka fyrirætlunum eitthvað. Vegurinn mun liggja um Skútustaðahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduneshrepp í Norður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt frummatsskýrslu telst hann mikil bót í ferðaþjónustu en mikil sjónmengun hefur orðið af ryki frá núverandi malarvegi, sérstaklega í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þá hefur aðeins verið fært um þessar slóðir hluta úr árinu. Árið 2000 var ársdagsumferð á núverandi vegi norðan Dettifoss 101 bíll á dag en sunnan Dettifoss 79 bílar á dag. Framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum en fyrstu athuganir benda til að umhverfisáhrif verði ekki veruleg. Þó má nefna að framkvæmdin hefur neikvæð áhrif á landnotkun, menningarminjar, gróður, fugla, jarðmyndanir og landslag. Markmið framkvæmdarinnar er að stuðla að farsælli þróun og vaxandi ferðamennsku á svæðinu. Styrkja byggðalög í Þingeyjarsýslum með bættu vegasambandi milli byggðakjarna. Þá mun nýr vegur bæta samgöngur og umferðaröryggi. Vegurinn verður byggður í þremur hlutum. Heildarkostnaður er um einn milljarður króna og er vegurinn kominn á sangönguáætlun. Vonast er til að hann verðir boðinn út í sumar eða haust og framkvæmdir hefjist skömmu seinna. 23.3.2006 11:30
Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju. 23.3.2006 11:20
Slökktu eld með snarræði Íbúar í húsi við Reynigrund í Kópavogi náðu með snarræði að slökkva eld sem gaus upp í uppþvottavél, áður en hann næði að breiða sig um húsið. Slökkvilið kom á vettvang og reykræsti húsið, en litlar skemmdir urðu af eldinum sjálfum. 23.3.2006 09:15
Ráðist á leigubílstjóra í nótt Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu. 23.3.2006 08:30
Bíll hafnaði ofan í fjöru Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum. 23.3.2006 08:00
Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi óttast nú um hag sinn, að sögn Jótlandspóstsins. 23.3.2006 07:45
Óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar lamist Rafiðnaðarsambandið óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar kunni að lamast við brotthvarf Varnarliðsins og bendir á að allt rafkerfið á Vellinum sé keyrt í gegn um spenna Varnarliðsins. 23.3.2006 07:15
Kjaranefnd ákvarði laun embættismanna Stjórnarfrumvarp til laga um kjararáð verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Í því er gert ráð fyrir að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og mun það ákveða laun forseta, ráðherra, þingmanna og dómara. Nefnd allra þingflokka sem ríkistjórnin skipaði 30. janúar síðast, til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd skilaði inn niðustöðum sínum í gærkvöldi. 22.3.2006 22:37
Skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar um flugvöll Skiptar skoðanir eru um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að víkja úr Vatnsmýrinni, en skoðanirnar grundvallast þó ekki á því hvort um er að ræða landsbyggðarþingmenn eða þingmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram umræðum um staðsetningu sjúkraflugvéla í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 22.3.2006 22:30
Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. 22.3.2006 22:15
Vill að Ísland lögfesti barnasáttmálann Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að Ísland lögfesti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fullgiltur var árið 1992. Þetta myndi þýða umfangsmiklar lagabreytingar þar sem misræmi er á milli sáttmálans og íslenskra laga. 22.3.2006 22:13
Pólverji áfram í gæsluvarðhaldi fyrir austan Gæsluvarðhald yfir Pólverja, sem handtekinn var með fíkniefni á Seyðisfirði 7. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 19. apríl. Þrjú kíló af hassi og nærri fimmtíu grömm af kókaíni fundust við tolleftirlit í bíl hans við komu Norrænu til Seyðifjarðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. 22.3.2006 22:05
Umfjöllun um matvælaverð ósanngjörn Ekki er sanngjarnt að segja að matvöruverslanir hriði gengishagnað af neytendum eins og Blaðið hélt fram í umfjöllun sinni um matvælaverð nú fyrir skömmu. Þetta segja Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök verslunar og þjónustu í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér. 22.3.2006 22:00
Samfylkingarmenn hlynntastir aðild að Evrópusambandinu Meirihluti Framsóknarmanna og Samfylkingarmanna vilja að Íslendingar taki upp aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Eins við greindum frá í fréttum okkar fyrr í dag þá eru tæplega fjörtíu og eitt prósent landsmanna hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Þegar við skoðum hins vegar hvernig hlutfallið skitpist eftir því hvaða flokk fólk ætlar að kjósa kemur í ljós að Samfylkingarmenn eru hlynntastir aðild að sambandinu. 22.3.2006 21:10
Lyf og heilsa varast að selja karlmönnum daginn-eftir-pillu Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni. 22.3.2006 20:10
Dagsbrún er allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi segir Lýður Guðmundsson Aðalfundur Símans hf. var haldinn í dag á Nordica hótel og sagði Lýður Guðmundsson, Stjórnarmaður félagsins að Dagsbrún, móðurfélag 365 og Vodafone, sé nú allsráðandi í fjölmiðlun á Íslandi. 22.3.2006 19:42
Löggan ræðir við grunnskólabörn Foreldrar mörg hundruð reykvískra skólabarna hafa að undanförnu fengið bréf frá lögreglunni, með boði um viðtöl á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þetta er liður í víðtæku forvarnarátaki, þar sem reynt er að kortleggja hvort og hvernig eiturlyf standa grunnskólabörnum til boða. 22.3.2006 19:17
Ungmenni fá hvorki matar- né kaffitíma Dæmi eru um að íslensk ungmenni vinni tíu til tólf klukkustunda vaktir í verslunum og stórmörkuðum, án lögbundinna matar- og kaffitíma. Tugir slíkra mála koma á borð VR á hverju ári. 22.3.2006 19:10
Alcoa ræður ferðinni Alcoa hefur ekki skilað matsskýrslu vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði en fyrirtækið ætlaði að skila henni ekki síðar en í nóvember. Framkvæmdir við álverið halda ótruflaðar áfram. Skipulagsstjóri segir fyrirtækið ráða því hvenær það skili skýrslunni. 22.3.2006 19:01
2.600 manna hugbúnaðar-, fjölmiðlunar- og fjarskiptafyrirtæki í burðarliðnum Dagsbrún, sem á og rekur Og Vodafone og 365 miðla, hefur keypt meirihluta í Kögun, einu stærsta upplýsinga-tækni-fyrirtæki landsins, fyrir tæplega sjö og hálfan milljarð króna. Fyrir voru Bakkavararbræður ráðandi í Kögun, í gegnum fyrirtæki sín, Símann og Exista. Þeim verður gert yfirtökutilboð innan mánaðar. 22.3.2006 18:57
Þakklátur fyrir að vera lífi Tvítugur ökumaður, sem velti bíl sínum á Kringlumýrarbraut á sunnudag, er þakklátur fyrir að vera á lífi og segir slysið hafa kennt sér að nota bílbelti í framtíðinni.Hann missti stjórn á bíl sínum, þegar hann keyrði norður Kringlumýrarbraut og lenti á brúarstólpa göngubrúarinnar. 22.3.2006 18:56