Innlent

Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Nígeríumönnunum

Fangarnir leiddir til yfirheyrslu.
Fangarnir leiddir til yfirheyrslu. MYND/Pjetur Sigurðsson

Nígeríumennirnir tveir sem verið hafa í gæsluvarðhaldi frá því á föstudaginn síðasta voru nú síðdegis úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til tveggja vikna. Mennirnir voru handteknir er þeir hugðust yfirgefa landið með hundrað þúsund evrur í peningum en þeir höfðu verið stöðvaðir við komuna til landsins deginum áður með búnað til peningafölsunar.

Íslendingum sem voru yfirheyrðir í gær var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þeir höfðu réttarstöðu sakborninganna við yfirheyrslurnar en ekki fékkst uppgefið hvort þeir lægju enn undir grun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×